Yaris Cross kemur á markað 2021
-sala hér á landi hefst á seinni hluta ársins 2021
- Yaris Cross sameinar ríka hefð hjá Toyota fyrir smærri bílum, Hybrid og jepplingum
- Yaris Cross sameinar ríka hefð hjá Toyota fyrir smærri bílum, Hybrid og jepplingum
- Þessi bíll situr hátt, fæst fjórhjóladrifinn og búinn fjórðu kynslóðar Hybridkerfi
- Toyota reiknar með góðum viðtökum – Reiknað er með að 150.000 bílar seljist fyrsta árið í Evrópu.
Bílablogg fjallaði ítarlega um frumsýningu á nýja snaggaralega sportjeppans Yaris Cross frá Toyota þegar hann var frumsýndur að morgni 23. apríl síðastliðinn í Tókýó í Japan. Sjá nánar hér.
Núna er ljós að íslenskir kaupendur eiga von á þessum bíl á markað hér á landi seinni hluta næsta árs, samkvæmt fréttatilkynningu frá Toyota á Íslandi.
Í fréttatilkynningu Toyota kemur fram að: „Yaris Cross sameinar skemmtilega kosti jepplings og þægilegs borgarbíls. Segja má að Yaris Cross sé stór smábíll því innanrýmið er ríkulegt, hann liggur hátt og er því þægilegur í allri umgengni. Þetta er klassískur Evrópubíll, hannaður í Evrópu og framleiddur í Frakklandi.
Yaris Cross sameinar margt af því sem einkennt hefur Toyota á liðnum árum. Með tilkomu RAV4 varð Toyota var fyrsti bílaframleiðandinn sem setti jeppling á markað.
Toyota hefur alltaf séð vel fyrir þörfum þeirra sem vilja smærri fólksbíla og Toyota ruddi brautina fyrir Hybridtæknina sem reynst hefur vel í meira en tvo áratugi.
Yaris Cross er búinn 1.5l Atkinson vél sem studd er fjórðu kynslóðar Hybridkerfi. CO2 losun er undir 90 g/km í framhjóladrifnu útgáfunni og undir 100 g/km í fjórhjóladrifna bílnum samkvæmt NEDC. (mæling samkvæmt WLTP er undir 120 fyrir framhjóladrifnu gerðina og undir 135 fyrir fjórhjóladrifna bílinn).“
Núna er bara að bíða eftir því að þessi snaggaralegi sportjepplingur komi á íslenska vegi og er ekki vafi á að íslenskir kaupendur muni taka honum vel miðað við fyrri viðtökur bíla frá Toyoyta á liðnum árum.
Umræður um þessa grein