VW mun frumsýna nýtt lógó á bílasýningunni í Frankfurt
Volkswagen stefnir að því að nota bílasýninguna í Frankfurt til að opinberlega afhjúpa nýtt lógó, sem þegar hefur sést á frumgerð bíla sem verið er að prófa.
VW hefur einnig byrjað að nota merkið í Hello Light auglýsingaherferð sinni en hönnunin mun birtast svolítið öðruvísi á bílunum sjálfum því svarti bakgrunnurinn er ekki með flata, matta áferð. Í staðinn, ef frumgerðirnar eru einhverjar vísbendingar, mun svarti bakgrunnurinn vera með gljáandi áferð með endurskini.
Nýja, tvívíddarmerkið mun koma í stað þess sem kynnt var árið 2000, en það var með þrívíddaráferð og var lýst upp frá vinstra horninu þar sem það útlit var í tísku á þeim tíma. Nýja merkið er næst merkinu sem var notað á árunum eftir heimsstyrjöldina – mesti munurinn verður þykkari ytri hringur.
Í byrjun verur breytt hjá umboðum VW vörumerkisins í Evrópu breytt síðan Kína í október, að sögn VW. Breytingunni verður síðan hrint í framkvæmd skref-fyrir-skref í Norður- og Suður-Ameríku sem og umheiminum frá byrjun árs 2020.
Nýja lógóið var hannað með stafræna heiminn í huga, þess vegna tvívíddar útlit, en það gæti samt verið „gamaldags“ hjá sumum með þynnri, tvívíddar stöfum sem gefur því „gamaldags“ tilfinningu. Með aðeins tveimur aðal litum getur nýja merkið virst meira áberandi miðað við hin ýmsu bláu litbrigði sem fráfarandi merki hafði að geyma.
Auðvitað, skiltið sem er á bílnum og merkið sem fer á hús umboðsaðila og aðra hluti eru mismunandi hlutir: Sölumenn VW hafa notað þrívíddarbláa hönnun, en bílar hafa haldið krómstöfum með svörtum bakgrunni.
Áttunda kynslóð Golf verður fyrsti bíllinn í framleiðslu sem fær nýja merkið.
Þó að meirihluti bifreiðaeigenda sem ekki eru í eigendahópi VW mun líklega ekki taka eftir þessari breytingu – er það til dæmis ekki umbreyting í eitthvað teningform, svo dæmi sé tekið..
Stærri sjónræna breytingin gæti orðið við opinbera frumsýningu ID rafmagnsbíls VW. VW mun afhjúpa ID3, bíls em aðeins notar rafhlöður í Frankfurt. Hann mun fara í sölu í Evrópu snemma á næsta ári.
ID rafmagnsbíllinn gæti til dæmis verið með upplýsta útgáfu af nýja merkinu.
Byggt á grein í Autoweek sem er er hlutdeildarfélag Automotive News Europe.
?
Umræður um þessa grein