Bílasalan í Evrópu:
VW Golf tapar efsta sætinu til Renault Clio
FRANKFURT – Volkswagen Golf tapaði toppsætinu sem mest seldi bíll Evrópu til Renault Clio í febrúar.
Sala beggja bílanna minnkaði á evrópskum markaði sem lækkaði um 7 prósent í mánuðinum en sala Golfs minnkaði meira. Líkt hér á landi er salan minni vegna áhrifa frá kórónavírus og tengdum vandræðum almennt.
Skráningar á Clio lækkuðu um 4 prósent í 24.914 bíla á meðan samdráttur Golf var 21 prósent í 24.625 bíla, samkvæmt tölum frá JATO Dynamics.
Aðrar breytingar á 10 best seldu bílunum voru Fiat Panda sem færðist í 5. sætið (sjá töflur hér að neðan).
Áttunda kynslóð Golf fór í sölu í Evrópu í desember eftir seinkun vegna þess að vandamál voru við hugbúnað í háþróuðum stafrænum eiginleikum.
Fimmta kynslóð Clio fór í sölu í júní 2019 og bætti við eldsneytissparandi blendingafbrigði.
Golf er að berjast fyrir að halda langvarandi vinsældum sínum gagnvart vaxandi vinsældum sportjeppa / crossovers og komandi bylgju rafbíla þar á meðal VW ID3, sem er í sama stæðartflokki og Golf.
Tiguan sportjeppinn söluhæstur hjá VW á heimsvísu
Tiguan crossover frá VW varð mest selda gerð vörumerkisins á heimsvísu árið 2019, mikið til vegna uppsveiflu í Kína, stærsta einstaka markaði VW.
Árið 2019 féll sala Tiguan á heimsvísu í 778.000 bíla úr 795.000 árið áður. Sala Golf um heim allan lækkaði í 702.000 úr 832.000.
Neytendur sem flytjast frá stærðarflokki Golfs hafa ekki bara valið Tiguan, en stærð hans er á milli Golf og Passat. Margir eru einnig að velja minni bíla og velja smærri crossovers eins og nýja VW T-Cross.
(byggt á Automotive News)
Umræður um þessa grein