Vörpun mælaborðs í sjónlínu ökumanns góður kostur
- Vörpun mælaborðs eða „Head up display“ (HUD) er orðinn æ algengari valkostur í nútíma bílnum – og ekki að ástæðulausu.
- En hvenær og hvernig byrjaði þetta og hver var þróunin? Skoðum það nánar.
Í stað þess að þurfa að taka augun af veginum og einbeita sér að mælaborðinu við mismunandi birtuskilyrði, kemur nútíma vörpun upplýsinga einfaldlega með upplýsingarnar í sjónlínuna þína.
Munurinn getur verið ómetanlegur. Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að ef augu ökumanns ráfa út af veginum í meira en tvær sekúndur tvöfaldast líkurnar á atviki.
Tvær sekúndur hljóma kannski ekki eins og mikið, en í akstri á 110 km hraða á klst muntu hafa ferðast yfir 90 metra – um það bil 14 bíllengdir.
Svo, með því að gera ökumanni kleift að vera einbeittur á veginum, hjálpar vörpun upplýsinga að vinna gegn þessum vanda. Svona kom þessi valkostur – vörpun upplýsinga fram á sjónarsviðið – og líklegt er að þetta verði í æ fleiri bílum á næstunni:
Þótt þessi vörpun upplýsinga í sjónlínu í bifreiðum hafi orðið algengari undanfarin ár er þetta samt af mörgum álitin tiltölulega nýr, nýstárlegur kostur. Raunveruleikinn er þó nokkuð annar.
Þessi búnaður, að varpa upplýsingum í sjónlínu var fyrst þróaður, eins og uppruni svo margrar annarrar tækni fyrir bíla, fyrir flugvélar. Snemma á fjórða áratugnum hófu verkfræðingarnir að birta upplýsingar, eins og ratsjármyndir, á framrúðuna á orustuflugvélum, sérstaklega í flugi að nóttu – og hugmyndin þróaðist fljótt í gervi sjóndeildarhring og sprengjumiðun.

Notkun á jörðu niðri
Þegar vélbúnaðurinn þróaðist vakti það athygli General Motors. Þar af leiðandi verður hönnun Mako Shark II hugmyndabílsins 1965 – fljótlega með innréttingum eins og í flugvél. Hugmyndin hélst þó á teikniborðinu þar til frumgerð var prófuð árið 1968.
XP-856 Aero Coupe hugmyndabíllinn, sem sýndur var árið 1969, var einnig með „HUD“ eða vörpun upplýsinga. Flækjustig og kostnaður komu væntanlega í veg fyrir að hugmyndin færi lengra.
Hughes
Árið 1985, keypti GM flug- og varnarverktakann Hughes Aircraft fyrir tæpa 5,2 milljarða dollara. Fyrirtækið hafði verið byggt upp af sérvitringnum og milljarðamæringnum Howard Hughes fyrir andlát hans árið 1976 – kaupin gerðu GM kleift að auka fjölbreytni á nýjum sviðum en veitti fyrirtækinu aðgang að miklu magni af þekkingu tengdri vörpun upplýsinga.

Fyrsti bíllinn með vörpun upplýsinga
Eftir að hafa sameinað fyrrum fyrirtæki Hughes við Delco Electronics, sem var fyrirtæki á þessu sviði innan GM, fyrirskipaði GM að hið nýstofnaða GM Hughes Electronics Corporation þróaði vörpun upplýsinga (HUD) fyrir bíla sína.
Í maí 1988 var fyrsta framleiðsla HUD afhjúpuð í Oldsmobile Cutlass Supreme Convertible Indy 500 Pace Car (á mynd hér að neðan), þar af voru 50 boðnir til valdra viðskiptavina.

Aukning
Kerfið var síðan gert aðgengilegt sem valkostur annars staðar í fimmtu kynslóð Oldsmobile Cutlass Supreme (á mynd hér að neðan), fólksbifreiðin kom á markað árið 1990. Bíllinn var smíðaður á nýjum grunni, með framhjóladrifi og nútímalegum vélavalkosti og vörpun upplýsinga (HUD) var tæknilegur valkostur, sem kostaði um það bil 250 dollara á þeim tíma.

Litur kemur til sögunnar
GM hafði náð að gera betur en Nissan á þessum tíma líka; Nissan hafði lokið við að þróa fyrsta HUD-búnað sinn í desember 1987 en það kom ekki fram sem valkostur á Maxima og 240SX fyrr en seint á árinu 1988.
Toyota kom einnig með sína lausn og afhjúpaði HUD-útbúna Crown Majesta árið 1991.

Þjóðverjar koma líka
Það tók evrópsku vörumerkin, sem oftast eru talin þau fullkomnustu, mun lengur að komast í hópinn; BMW vatt sér í þessa lausn árið 2003, Audi árið 2010 og Mercedes-Benz árið 2014 (á myndinn i hér að neðan) – þar sem Mercedes benti á mögulega truflun ökumanna sem ástæðu þess að hafa forðast tæknina fram að þeim tíma.

Vörpun upplýsinga á skjá er ekki takmörkuð við flottustu bílana þessa dagana, þar sem tæknin hefur færst niður um marga flokka hjá mörgum framleiðendum. Þó svo sumt af því kínverska sprettigluggaplasti sem er á markaðnum sé ekki alveg eins tæknilega fullkomið, er ávinningurinn sá sami.



Framtíðin
Hvað er næst? Jæja, við getum í auknum mæli búist við því að aukinn veruleiki (Augmented Reality) fari í átt að sjónlínu okkar, eins og í þessari lausn sprettiglugga frá Panasonic. Hitaðar framrúður verða sífellt algengari en vörpun upplýsinga er ekki tæknilega möguleg með slíkum framrúðum. Eflaust verður þetta vandamál leyst þegar fram líða stundir.
Í millitíðinni lítur út fyrir að vörpun upplýsinga í sjónlínu ökumanns sé komin til að vera.

Í stuttu máli:
1988: General Motors byrjaði að nota skjái til vörpunar. Fyrstu einingar til vörpunar voru settar upp á Oldsmobile Cutlass Supreme Indy Pace bílum og eftirmyndum þeirra. Valfrjálsar einingar til vörpunar voru síðan boðnar í Cutlass Supreme og Pontiac Grand Prix áður en þær voru tiltækar í fleiri gerðum.
1989–1994: Nissan bauð upp á skjá í Nissan 240SX.
1991: Toyota, aðeins fyrir japanska markaðinn, kom með kerfi fyrir vörpun í Toyoyta Crown Majesta
1998: Fyrsti litaskjárinn birtist á Chevrolet Corvette (C5).
2003: Cadillac kynnti kerfi með vörpun fyrir Cadillac XLR.
2003: BMW tók þátt í mikilli þróun í kerfum fyrir vörpun í bílum fyrir E60 5 seríuna 2003.
2012: Pioneer Corporation kynnti leiðsögukerfi sem sýnir hreyfimyndir af aðstæðum fram undan, með sniði aukins veruleika (AR).
Umræður um þessa grein