Sumir kalla þetta stærsta bílaþjófnað sögunnar. Það er kannski ekki rétt en stórþjófnaður engu að síður. Hér er sannarlega verið að vísa til þess þegar Norður-Kóreumenn „keyptu“ 1.000 bíla af Svíum árið 1974 og greiddu ekki krónu fyrir. Enn er skuldin ógreidd og bílarnir margir hverjir ennþá í notkun í Norður-Kóreu.
Síðustu 10 mánuði hefur undirrituð annað veifið gluggað í skjal sem ber vinnuheitið „1000 volvóar“. Tíu mánuðir telst nokkuð langur tími þegar gengið er með hugmynd. Að jafnaði gengur kona með barn í 9 mánuði en önnur lögmál virðast gilda um hugmyndir.
Þess vegna brá mér þegar ég sá áðan myndband á YouTube þar sem sagan af „1000 volvóum“ er rakin á rúmum fjórum mínútum. Í stað þess að bölsótast yfir þessum 10 mánaða seinagangi í sjálfri mér, ákvað ég að deila myndbandinu og sé áhugi á ítarlegri umfjöllun um málið er tilvalið að ljúka við greinina (sem gæti orðið alveg ágætlega áhugaverð).
Hér er útgáfa SuperCarBlondie af „1000 volvóum“:
Fleiri greinar um stolna bíla:
Fyrsti bílstuldur Íslandssögunnar
Stal sögufrægum bíl en skilaði honum
Stal 50 bílum til að gleðja kærusturnar 16
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein