Volvo tengiltvinnjeppar seldust upp í forsölu
Um 50 bíla sending af nýjum Volvo XC40 Recharge tengiltvinnjeppum sem var að koma til landsins var öll seld í forsölu áður en bílarnir komu til landsins. Afhendingar eru hafnar og verða kláraðar á næstu dögum en að afhendingu lokinni verður búið að afhenda ríflega 80 Volvo XC40 Recharge tengiltvinnbíla frá því þeir voru frumsýndir fyrr á árinu. Næstu sendingar sem koma í júlí og ágúst eru einnig uppseldar en lausir bílar eru í september sendingu. Lausa bíla má skoða í nýjum vefsýningarsal Brimborgar á vefnum www.brimborg.is
Forsala skilar sér í hagstæðara bílverði
Nýr vefsýningarsalur Brimborgar og áhersla á forsölu hefur gert Brimborg kleift að lækka kostnað umtalsvert sem hefur skilað sér í ótrúlega hagstæðu verði á Volvo XC40 Recharge tengiltvinnjeppanum.
Það hefur gert mun fleirum kleift að eignast gæðabíl frá Volvo og um leið taka þátt í orkuskiptunum með nýjustu tækni bíla.
Mikil drægni á 100% hreinu rafmagni
Vinsældir Volvo XC40 Recharge tengiltvinnjeppans má skrifa á góða drægni á hreinu rafmagni sem er 46 km, nægjanlegt fyrir allan daglegan akstur. Einnig vegur þungt í ákvörðun kaupenda að engar áhyggjur þarf að hafa af rafmagnsleysi á lengri ferðum eða hvort hleðslustöðvar séu á leiðinni jafnvel þó ferðavagninn sé tekinn með en dráttargeta Volvo XC40 Recharge tengiltvinnjeppans eru 1.800 kg. Glæsilegt útlit og framúrskarandi innréttingar og sæti eru líka hlutir sem kaupendur Volvo meta mikils auk þessa mikla öryggis sem Volvo er þekktur fyrir.
Volvo er bíllinn sem þú treystir fyrir fjölskyldunni og nú líka fyrir umhverfinu.
Volvo rafmagnsvæðir allar vörulínuna
Volvo XC40 Recharge tengiltvinnjeppinn er hluti af einbeittri stefnu Volvo Cars að allar gerðir Volvo bíla verði fáanlegar í rafmagnaðri (electrified) útgáfu. Nú býður Volvo Cars sjö gerðir tengiltvinnbíla og áætlar Volvo að árið 2025 verði að minnsta kosti helmingur allra seldra Volvo bíla hreinir rafmagnsbílar og hinn helmingurinn rafmagnaður að einhverju leiti.
Volvo er vinsælasti lúxusbíllinn á Íslandi og um 80% af sölu Volvo hér á landi eru vistvænir tengiltvinnbílar og jeppar.
olvo XC40 Recharge tengiltvinnjeppinn mun auka þetta hlutfall enn frekar þar sem hann er einstaklega vel búinn, með mikla drægni á rafmagni og á einstaklega hagstæðu verði. Það styrkir stöðu Volvo sem fremsta og umhverfisvænasta lúxusmerkið á Íslandi.
Umræður um þessa grein