Volvo FH16 mest seldi vörubíllinn
Nýir Volvo vörubílar seljast eins og heitar lummur þessa dagana og það sem af er ári er Volvo með 31% hlutdeild af seldum vörubílum yfir 10 tonn.
Volvo FH16 er mest selda einstaka gerð vörubíla á Íslandi enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Veltir hefur afhent 18 vörubíla yfir 10 tonn á árinu sem er 31,0% hlutdeild af vörubílamarkaði og 125% söluvöxtur frá fyrra ári.
Markaður fyrir vörubíla yfir 10 tonn fyrstu sex mánuði ársins er 58 bílar og er það aukning frá sama tíma í fyrra um 20,8%. Volvo er því að vaxa mun hraðar og auka hlutdeild sína á vörubílamarkaði.
Veltir – Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar
Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er umboðsaðili Volvo vörubíla, Volvo vinnuvéla, Volvo rúta og strætisvagna og Volvo Penta bátavéla.
Veltir flutti í nýjar 4000 fermetra þjónustumiðstöð í lok árs 2018 og hefur aukin afkastageta tryggt aukna þjónustu, framúrskarandi varahlutaþjónustu og þjónustuframboð sem hefur leitt til forystu á markaði fyrir atvinnubíla og atvinnutæki.
„Efnahagslífið er að taka mjög hressilega við sér sem er að skila sér í mikilli aukningu á eftirspurn eftir atvinnubílum og atvinnutækjum. Það hefur leitt til þess að pantanastaða Veltis fyrir nýja atvinnubíla og atvinnutæki er mjög sterk sem mun tryggja umtalsverðan vöxt einnig á seinni hluta ársins“, segir Marteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri Veltis.
Umræður um þessa grein