- Búast má við aukinni veghæð og fullt af öflugum áherslum
Við vorum að segja frá nýja litla rafmagnaða sportjeppananum frá Volvo, en við afhjúpun nýja EX30 á Ítalíu á miðvikudaginn staðfesti Volvo að fyrirtækið muni kynna Cross Country afbrigði af þessum rafmagnsjeppa á næsta ári.
Þetta verður ekki aðeins fyrsti fullrafknúinn Cross Country frá Volvo, þetta mun einnig marka fyrsta sinn sem þessari meðferð er beitt á einn af crossoverum eða jeppum bílaframleiðandans.
Búast má við svipaðri breytingu og á öðrum Cross Country bílum Volvo, með hærri aksturshæð og markvissri klæðningu í kringum hjólaskálar.
Volvo segir að EX30 Cross Country verði með plötur eða undirvagnsvörn sem vernda undirbyggingu að framan, hlið og að aftan, skrautlegar svartar plötur á framstuðara og að aftan, sérstakt Cross Country-merki og lítinn sænskan fána á húddinu.
Auk þess staðfestir Volvo að EX30 Cross Country verði staðalbúinn með 19 tommu svörtum felgum. Auðvitað eru minni felgur og þykkari dekk alltaf af hinu góða á svona harðgerðu farartæki og í því skyni mun Volvo bjóða upp á 18 tommu felgur með einstökum dekkjum sem valkost.
Volvo er ekki að staðfesta neitt af aflrásarupplýsingum Cross Country eins og er, en vefur Autoblog veðjar á að hann verði byggður á fjórhjóladrifnum Twin Motor Performance EX30. (Hvað er Cross Country án fjórhjóladrifs?)
Það þýðir að við ættum að búast við 69 kílóvattstunda rafhlöðupakka og par af rafmótorum sem dæla út 422 hestöflum og 542 Nm togi. 426 km drægni EX30 Twin Motor gæti minnkað smá með auka Cross Country viðbótunum, en þessi tala er enn ekki á hreinu.
Eins og venjulegi EX30, verður hægt að forpanta Cross Country um leið og hann er frumsýndur. Nákvæm söludagsetning er enn óljós, en Volvo gerir ráð fyrir að EX30 Cross Country fari í framleiðslu fyrir árslok 2024.
(frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein