Volvo EX30 borgarbíll kemur á markað á næsta ári sem grunngerð
Á að vera hluti af „Care by Volvo“ áskriftarþjónustu, með „Gen Z“ kaupendur í huga
Við fjölluðum í nóvember um nýjan smábíl sem væri væntanlegur frá Volvo fljótlega.
Á þeim tíma var hald manna að nýi bíllinn fengi nafnið EX3 eða EX40, en núna er ljóst að það verði EX30.
Í lok kynningarinnar fyrir rafhlöðu-rafmagnaðan Volvo EX90 2023 gaf Jim Rowan, forstjóri Volvo undir fótinn með þennan nýja bíl, minni gerð sem frumsýnd var á næsta ári.
Nýja gerðin, sem stóð í myrkrinu við hliðina á á jafndökkum EX90, leit út eins og „Mini Me“ útgáfa af EX90, allt niður í stöðu og afturljós.
Það var mikið fjallað um það á þessum tíma í nóvember um að þetta væri nýi EX30.
Í viðtali við Automotive News Europe staðfesti Rowan grunsemdirnar með því að kalla nýja smábílinn því nafni.
EX30 mun taka upp byrjunarstöðuna í Volvo línunni, sem boðið er upp á sem hluta af „Care by Volvo“ áskriftarþjónustunni til að halda verðinu niðri fyrir „Gen Z“ markhópinn á markaði fyrir fyrstu bílakaupendur („Gen Z“ er sá hópur kallaður sem fæddur er á árabilinu upp úr 1990 og fram á áratuginn þar á eftir).
Svipaður nýja Smart #1
Stærðir eru óþekktar, en EX30 er á sama sjálfbæra grunni (SEA) og nýi Smart #1.
Smart er 427 cm á lengd. XC40 Recharge og C40 Recharge, sem báðir sitja á Volvo grunninum „Compact Modular Architecture“ (CMA), eru 444 cm.
Stærðir svipaðar og Smart virðast vera góður upphafspunktur fyrir stærð EX30.
Með því að skoða það aðeins betur er Smart með 66 kWh rafhlöðu, einn mótor sem gefur 268 hestöfl og getur farið allt að 440 km á hleðslu á samkvæmt WLTP ferlinu.
Úrval af rafhlöðum í EX30
Rowan sagði að Volvo muni bjóða upp á úrval af rafhlöðum í EX30 „svo að viðskiptavinur geti valið það úrval sem passar best við lífsstíl þeirra og efnahag.
Munið að Honda-e selst á mörkuðum eins og í Evrópu með 35 kWh rafhlöðu sem hentar vel fyrir um 217 km á hleðslu.
Forstjórinn sagði að þessir Gen Z kaupendur „vilja enn topp öryggisbúnað, frábæran akstur og hágæði“.
Lægra verð fyrir rafhlöðu með örugga drægni mun án efa hvetja kaupendur, sem hjálpar Volvo einnig að ná markmiði sínu um að selja 1,2 milljónir bíla á heimsvísu fyrir árið 2025.
Gerðir ná verðjöfnuði
Það ár er einnig mikilvægt frá sjónarhóli Rowan vegna þess að það er þegar hann telur að bílar með hefðbundnar brunavélar og rafbílar muni ná verðjöfnuði.
Í augnablikinu er upphafsverð XC40 með brunavél um 17.200 dollarar (2,45 milljónum ISK) lægra en XC40 Recharge.
Fyrir utan frekari hræringar á heimsvísu, sagði Rowan:
„Ég tel enn að við séum mjög á réttri leið með verðjöfnuð, því verð mun lækka ansi hratt þegar framboð byrjar að mæta eftirspurn aftur.
Auk þess erum við farin að sjá mjög áhugaverða hluti þegar það kemur að rafskauta- og bakskautsefnum og rafhlöðuefnafræði eins og notkun LFP (litíumjárnfosfats) í vissum tilfellum. Þetta mun allt lækka kostnaðinn.”
EX30 mun fara í framleiðslu í Kína á næsta ári og ná í sýningarsali á sumum mörkuðum áður en árið 2023 er úti.
(frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein