Volkswagen ID 3 var mest seldi rafbíll Evrópu í október
- Vinsældir rafbíla aukast á meðan niðursveifla er í iðnaðinum; ný Corsa einnig sterk á markaðinum
Sala á rafbílum í Evrópu jókst um 153% á milli ára í október í andstöðu við samdrátt í atvinnugreininni vegna kórónaveirufaraldursins.
Af 1.127.624 skráningum í síðasta mánuði – 7% færri en í október 2019 – voru 26,8% með rafdrifinni aflrás af einhverju tagi, samkvæmt greiningarfyrirtækinu Jato Dynamics.
Mest seldu rafbílarnir voru mildir blendingar sem voru 32% skráðra rafbíla í síðasta mánuði samanborið við 16% á sama tímabili árið 2019.

Á meðan eftirspurn eftir „hefðbundnum“ tvinnbílum dróst saman jókst markaðshlutdeild tengitvinnbíla úr 21% í 24% og skráningar hreinna rafknúinna ökutækja hækkuðu úr 21% í 25%.
ID3 söluhæstur
Volkswagen ID 3 var söluhæsti rafbíllinn í Evrópu sem aðeins notar rafhlöður en 10.475 eintök seldust allan mánuðinn. Toppsætið var áður Tesla Model 3 en bandaríska vörumerkið féll niður stigalistann í síðasta mánuði, meðal annars vegna tímasetningar á afhendingu Tesla, sem eiga að koma í nóvember, og þarf af leiðandi voru færri í október.
Október var annar mánuðurinn í röð þar sem rafbílar seldust betur dísilbílar en hlutdeild þeirra á markaði féll niður í 26,3%.
Sérfræðingur Jato, Felipe Munoz, sagði: „Á sama hátt og eftirspurnin eftir Tesla Model 3 er Volkswagen ID 3 enn eitt dæmið um hvernig áhugi á samkeppnishæfum og flottum hreinum rafbílum heldur áfram að vaxa dag frá degi.“
Renault Zoe var næst mest seldi hreinrafbíllinn og seldust 9778 eintök en Kona Electric hjá Hyundai varð í þriðja sæti með 5261 skráningu í mánuðinum.
Mest seldu mildu blendingarnir í október voru Yaris og Corolla frá Toyota, þar af seldust 13.338 og 9728 eintök. Mercedes-Benz A250e leiddi pakkann meðal tengitvinnbíla, með 4209 eintök skráð.
Hvað varðar hefðbundna bíla, í síðasta mánuði skilaði Opel / Vauxhall góðum árangri. Corsa varð þriðji söluhæsti bíllinn í Evrópu bæði í október og allt árið til þessa og seldust 21.220 eintök í síðasta mánuði, 59% meira en fyrri kynslóð bíllinn náði í október 2019.
Aðrir sterkir á markaðinum voru Renault Clio, Fiat Panda, Peugeot 2008, Hyundai Kona og Volvo XC40.
Umræður um þessa grein