Volkswagen skoðar öflugan rafdrifinn Scout torfærubíl
Gæti hugsanlega komið á markað árið 2023
Volkswagen hefur farið sér hægt varðandi „alvöru“ torfærubíla, en þó hafa öðru hvoru borist fréttir af því að þar á bæ séu menn að velta svona bílum fyrir sér.
Bílavefurinn Auto Spies greindi frá að orðrómur um harðgerðan rafknúinn jeppa frá Volkswagen hafi komið upp síðla árs 2018 og það var ekki fyrr en snemma árs 2020 að féttir fóru að berast af þessu aftur. Undarleg nöfn eins og „T-Rug“ og „Ruggdzz“ hafa verið heyrst, en það lítur út fyrir að svona bíll gæti fengið ekki svo ókunnugt nafn – Scout.
Bílablaðið Motor Trend sótti fjölmiðlafund með Johan De Nysschen, stjórnanda Volkswagen Group of America, sem flutti umræðu um núlllosun torfærubíla.
VW á Scout-nafnið
VW á nú réttinn á nafninu „Scout“ í gegnum Traton, dótturfyrirtæki sem sameinar vörumerki Man, Scania og Navistar undir sömu „regnhlíf“ fyrirtækja. Fyrir þá sem ekki þekkja til þess síðastnefnda var Navistar stofnað árið 1986 sem beinn arftaki gamla International Harvester fyrirtækisins og það á vörumerkið „Scout“ til þessa dags.
Traton keypti Navistar í byrjun júlí fyrir 3,7 milljarða dollara, sem þýðir í raun að VW er nú eigandi „Scout“ nafnsins og mætti nota það í framtíðinni.
Sérstaklega vísar vörumerkið til bíla, léttra og meðalstórra flutningabíla og jeppa með heildarþyngd yfir 1.088 kg.
Motor Trend veltir fyrir sér hvort „Scout“ gæti orðið sérstakt vörumerki frekar en VW og bætir við að gerðin gæti jafnvel verið seld í sjálfstæðum umboðum frekar en að deila sýningarsölum með bílum frá Volkswagen. Það er mjög ólíklegt að bíllinn muni heita „International Harvester Scout“ miðað við að landbúnaðarfyrirtækið Case IH hefur verið í eigu „International Harvester“ nafnsins síðan 1985.
Mörg ár í svona bíl frá Wolfsburg
Óháð nafninu þá eru líklega enn mörg ár í slíkan hugsanlegan alhliða rafbíl frá Wolfsburg. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur þýska vörumerkið þegar kynnt Trinity fólksbílinn sem kemur árið 2026, og þó það þýði ekki endilega að „skátinn“ komi eftir það hefur VW meira til að fást við.
Nýjar gerðir rafbíla eru ID.Buzz á næsta ári, síðan Aero B fólksbíll árið 2023, og ID.1 / ID.2 sem koma árið 2025 eftir að ID.Life hefur verið forsýndur fyrr í þessum mánuði á IAA München.
Það er enn ráðgáta hvaða grunn bíllinn myndi nota þar sem VW hefur þegar tilkynnt að það muni sameina MEB og PPE grunna til að búa til einn breytilegan grunn (SSP).
Áðurnefndur Trinity verður fyrsta gerðin til að nota grunninn í miklu magni, sem augljóslega verður deilt með öðrum vörumerkjum VW Group til að ná stærðarhagkvæmni.
Þar sem Jeep hefur þegar gefið í skyn rafmagnaðan Wrangler og fréttir af Ford benda einnig til þess að rafbílsútgáfa af Bronco sé væntanleg, þá væri skynsamlegt fyrir VW að vilja vera hluti af hasarnum með eigin torfærubíl.
(frétt byggð á greinum á vef Auto Spies og Motor Trend)
Umræður um þessa grein