Fyrir viku síðan komst maður nokkur með naumindum út úr Teslu sem kviknaði í. Hann náði að brjóta hliðarrúðuna og komast út um hana en rúður og dyr læstust þegar eldurinn kom upp. Margir hafa bent á að einfalt sé að grípa til neyðarbúnaðar og opna dyrnar án þess að þurfa að brjóta nokkuð né bramla.
Það kemur ekki fram hvort maðurinn hafi keypt bílinn notaðan eða nýjan en þó má gera ráð fyrir að hann hafi keypt notaðan bíl því samkvæmt fjölmörgum athugasemdum er þessi öryggisbúnaður kynntur sérstaklega fyrir nýjum eigendum. Veit ég ekki hvort það er rétt en það er önnur saga.
Aðalatriðið er að eigendur viti hvar neyðaropnunin er og hvernig þessi búnaður virkar. Maðurinn í myndbandinu vissi það ekki og var bíllinn hans alelda stuttu eftir að hann komst út.
Og svo er það aðalatriðið:
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein