Virgin Hyperloop ekur fyrsta fólkinu í ofur-hraða tilraun
Virgin Hyperloop í eigu Richard Branson hefur lokið fyrstu tilraunum í heiminum með farþegaflutninga á ofurhraða í klefa sem svífur í lausu lofti. Þetta var lykil öryggispróf vegna tækni sem fyrirtækið vonast til að breyti fólks- og vöruflutningum framtíðarinnar.
Hylkið náði 107 m/klst (rúmlega 172 km/klst) hámarkshraða á DevLoop tilraunasvæði fyrirtækisins. Vegalengdin var 500 metrar og ferðin tók 6,25 sekúndur og voru tvær manneskjur um borð sem bæði eru háttsettir starfsmenn Virgin Hyperloop. Þyngdarkrafturinn var þrefaldur en þetta var mun þægilegri ferð en annar farþeganna átti von á og hinn sagði að hröðunin hafi verið svipuð því þegar sportbíl er gefið inn.
Hyperloop sem er í Los Angeles sér fyrir sér framtíð þar sem svífandi hylki eða klefar fullir af farþegum og vörum þeytast áfram í vakúmgöngum á 600 m/klst (966 km/klst) eða hraðar.
Í hyperloop vegakerfi, sem notar segul lyftingu eða svif sem gefur nánast hljóðlaust ferðalag, myndi ferðin á milli New York og Washington taka aðeins 30 mínútur. Ferðalagið tæki helmingi minni tíma en með farþegaþotu og fjórðung af þeim tíma sem það tæki með háhraðalest.
Fyrirtækið hefur áður keyrt yfir 400 prófanir án fólks á svæðinu í Nevada.
Fyrirtækið er að vinna að því að fá öryggisvottun fyrir 2025 og hefja starfsemi fyrir 2030 að þeirra sögn.
Transpod í Kanada og Zeleros á Spáni miða einnig að því að gjörbylta hefðbundnum farþega- og vöruflutningum með svipaðri tækni sem þau segja að muni skera niður ferðatíma, umferðaröngþveiti og umhverfisskaða sem tengist vélum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
(Byggt á grein Autoblog). Mynd: CNN.
Umræður um þessa grein