Vinsæll vinnustaður

TEGUND: Ford Transit Custom

Árgerð: 2019

Orkugjafi:

Búnaður, akstursþægindi, pláss
Plastgólf í vörurými
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Vinsæll vinnustaður

Við hjá Bílablogg.is tókum góðan rúnt á nýjum Ford Transit Custom sólríkum en köldum haustdegi. Ótrúlegt hvað atvinnubílar eru orðnir þægilegir í akstri. Ford Transit er þannig bíll að þú myndir vart finna fyrir því að aka frá Reykjavík til Egilsstaða með einu eða tveimur samlokustoppum.  Þú situr hátt, stýrið alveg í réttri hæð og þaðan getur þú stýrt hraðastilli, samskiptakerfi, hljómtækjum og akstursstölvu.

Reynsluakstursbíllinn var af minni gerðinni, Transit L1, H1, stuttur og lágþekja af Trend gerð en einnig er hægt að fá bílinn í Ambiente gerð enn hægt er að fá hann með 6 gíra beinskiptingu og með tveimur vélarstærðum.  Durateq TDCi dísilvélin er sérlega hagkvæm en hún eyðir 6,8 l/100 í blönduðum akstri og CO2 losun er 157 g/km.

Ford Transit Custom er til í tveimur lengdum, háþekja og lágþekja.

Transit Custom er búinn Ford Easy Fuel búnaðinum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að setja rangt eldsneyti á bílinn. Lokið yfir áfyllinguna læsist með bílnum.

Glæsilegur sendíbíll sem notið hefur ómældra vinsælda í gegnum tíðina. Þessi Ford Transit er með dráttarbeisli sem aukabúnað.

Sjálfskiptur sendibíll

Við reynsluókum sjálfskiptum 130 hestfla Ford Transit Custom sem er sérlega skemmtileg dísel vél frá Ford. Bíllinn flýgur áfram um leið og stigið er á olíugjöfina enda togkrafturinn ekki í lægri kantinum, 385 nm. Með sjálfskiptingu er bíllinn mjög skemmtilegur í akstri en líklega myndi henta betur þeim sem ætla að nýta bílinn til þyngri flutninga að velja beinskiptinguna. Brimborg býður Ford Transit í nokkrum útgáfum.  

Hægt er að opna tvískiptar afturhurðir í 180 gráður og ekkert mál að aka vörubrettum að bílnum með lyftara og renna inn.

Allir bílarnir eru búnir þessari 2 lítra kraftmiklu dísel vél sem skilar frá 105 til 130 hestöflum. Hægt er að fá bílana í lengri eða styttri útgáfu, háþekju og lágþekju.

Brimborg býður Ford Transit Custom með 105 hestafla og 130 hestafla díselvélum.

Einnig er hægt að fá bílana með niðurfellanlegum langbogum sem bera allt að 130 kílógrömmum. Hægt er að fá bílinn búinn til farþegaflutninga.

Þægileg vinnuaðstaða

Svo er það vörurýmið og plássið. Ökumanns- og farþegarýmið er með þili á milli vörurýmis og allstaðar í því eru hólf fyrir allskyns hluti sem iðnaðarmenn eru þekktir fyrir að hafa meðferðis, hurðir bílsins eru búnar stórum og miklum hólfum sem rúma mikið og mælaborðið einnig með góðum og stórum hirslum fyrir pappíra og jafnvel teikningar sem byggingarstjórar hafa meðferðis.

Köntuð hönnun bílsins gerir alla hleðslu hagkvæmari og þægilegri. LED ljós lýsa síðan upp vörurýmið.

Sá stutti ber um 787 kg. og rúmar lágþekjan um 6 rúmmetra og háþekjan um 7.2 rúmmetra. Lengri bílinn ber um 1107 kg. og lágþekjan um 6.8 rúmmetra og háþekjan um 8.3 rúmmetra.

Hliðarhurðir beggja megin opnast sérlega vel og þar er hægt að skjóta inn EURO bretti á langveginn en alls tekur bílinn þrjú slík bretti á þverveginn.

Pláss og aftur pláss

Aurhlífar að framan og aftan.

Sá stutti rúmer vel þrjár EURO pallettur á þverveginn og ekkert mál er að hlaða bílinn með lyftara þar sem hægt er að opna afturhurðir í 180 gráður og þegar hliðarhurðir eru opnaðar er opið rúmur metri á breidd.

Farmfestingar eru víða um vörurýmið.

Á gólfinu er plastdúkur sem ætla mætti að þyldi ekki mikið rask ef bíllinn yrði notaður til þyngri flutninga enda flestir sem velja að láta smíða gólf í bílinn fyrir slíka flutninga.

Hlaðinn búnaði

Ford Transit er ótrúlega vel búinn atvinnubíll. Meðal staðalbúnaðar í Custom Ambiente er olíumiðstöð með tímaliða (alltaf heitur að morgni), upphituð framrúða, rafdrifnir og upphitanlegir útispeglar með innbyggðum stefnuljósum, 15” stálfelgur, Ford hljómkerfi með bluetooth tengingu, Auto Stop-Start með aksturstölvu, rafdrifnar rúður, tvöfalt farþegasæti, klæðning í hleðslurými, líknarbelgur fyrir ökumann ofl.

Custom Trend hefur eftirfarandi staðalbúnað umfram ríkulegan búnað Ambiente: Loftkæling, hraðastillir, Ford SYNC samskiptakerfi við hljómtæki og síma og sjálfvirkri neyðarhringingu, nálægðaskynjarar að framan og aftan, þokuljós að framan, samlitur stuðari og grill að framan, klæðning í hleðslurými í hálfa hæð, tveir fjarstýrðir lyklar, leðurklætt stýri og gírstöng og heilkoppar.

Ford Transit er sérlega vel búinn sendibíll.

Hægt er að fá Edition pakka í Trend bílinn en í honum er meðal annars bakkmyndavél, veglínuskynjara, SYNC 3 samskiptakerfi með hljómkerfi og 6 hátölurum, birtuskynjara fyrir hágeilsa aðalljósa og rafdrifin aðfelling útispegla.

Veglegur skjár í mælaborði með Apple Carplay og Android Auto og blátannarbúnaði fyrir síma. Úr stýrinu má svo stjórna hraðastilli, hljómtækjum og aðgangi að aksturstölvu.

Hátt skrifaður hjá notendum

Ford Transit Custom er bíll í stórri flóru í samkeppni á markaðnum. Þó hann sé söluhæstur í Bretlandi á hann sér marga keppinauta og má þar helst nefna VW Transporter, Renault Trafic og Mercedes Benz Sprinter.

Bakkmyndavél í Trend útgáfu.

Transit á sér sögu allt aftur til ársins 1965 er hann kom á markað sem bæði sendibíll og fólksflutningabíll.  Hann er þriðji söluhæsti sendibíll frá upphafi. Brimborg býður Ford Transit í fjölmörgum útgáfum – stóra og smáa.

Fjölmörg hólf og hirslur eru í ökumanns- og farþegarými sem nýtast mörgum iðnaðarmanninum vel.

Helstu tölur:

Verð frá: 4.90.000 kr. (Reynsluakstursbíll, Ford Transit Custom Trend 4.890.000 nóv.2019)

Vél: 2000 rms. dísel

Hestöfl: 130

Newtonmetrar: 385

CO2: 178 g/km

Eigin þyngd: 1.953 kg

Hleðslurými: L/B/H: 2555/1406/1775 mm

Bíllinn: L/B/H 4972/2272/2017 mm

Eyðsla bl ak: 7.2 ltr/100 km

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar