- Jepplingar með vinninginn
- Alls tóku 400 lesendur þátt í könnuninni
- Toyota á toppnum
Hvaða orkugjafa vilja kaupendur helst?

Og viti menn hér eru rafbílarnir á toppnum. Þar á eftir kemur dísel bíllinn sem er ekki skrítið því slíkir bílar eru verulega endingargóðir og þægilegir í rekstri.
Sérstakt að Hybrid bílarnir komi lakast út miðað við að Toyota fær flestu atkvæðin yfir hvaða bílaumboð er vænleg.
Hvaða flokk bíla er líklegt að þú veljir?

Hér eru jepplingar á toppnum og kemur kannski ekki á óvart. Við þurfum ekki annað en að taka bíltúr um borgina og það eru jepplingar úti um allt.
Fólksbíllinn og aðrar gerðir eru langt á eftir. Ríflega 63% lesenda velja jeppling.
Hver er þín uppáhaldsgerð?

Toyota trónir á toppnum og talsvert langt er í næsta merki sem er Volvo. Það kemur á óvart í þessari könnun að Tesla lendir í fjórða sæti.
Hvaða umboði þykir þér vænlegast að versla hjá í dag?

Hér sjáum við vinsælustu bílaumboðin út frá vali svarenda. Það sést að sum umboð eru mun vinsælli en önnur, sem gæti bent til þess að þau hafi sterkara vörumerki, betri þjónustu eða vinsælli bílategundir.
Að lokum veltum við fyrir okkur flokkum bíla tengdum umboðum.

Þetta graf sýnir hvernig mismunandi orkugjafar tengjast vinsælum bílaflokkum. Það kemur í ljós að rafmagnsbílar eru oftast valdir í jepplinga og hybrid-bílar eru einnig algengir í þeim flokki.
Díselbílar virðast hins vegar algengari í jeppum sem er að sjálfsögðu eins og landið liggur enn í dag.
Niðurstaða
Við skoðuðum gögn um val á bílum fyrir árið 2025 út frá orkugjöfum, bílaflokkum, umboðum og bílamerkjum. Hér eru helstu niðurstöður:
Rafmagn er vinsælasti orkugjafinn
- Rafmagnsbílar eru algengasta valið, sem bendir til áframhaldandi rafbílavæðingar.
- Hybrid bílar (bæði plug-in og hybrid) eru einnig vinsælir, en dísel heldur áfram að vera valkostur, sérstaklega í jeppaflokki.
Jepplingar eru vinsælasti bílaflokkurinn
- Jepplingar eru langvinsælasti flokkurinn, sem sýnir að fólk kýs fjölhæfa og þægilega bíla.
- Jeppar koma sterkir inn, sérstaklega tengdir dísel og hybrid orkugjöfum.
Orkugjafar tengjast sterkum bílaflokkum
- Rafmagnsbílar eru nær eingöngu valdir sem jepplingar.
- Hybrid dreifist á bæði jeppa og jepplinga.
- Dísel heldur sig að mestu við jeppaflokkinn, sem bendir til þess að kraftmiklir ferðabílar treysti enn á þennan orkugjafa.
Ákveðin umboð eru vinsælli en önnur
- Sumar bílaumboðir eru mun vinsælli en aðrar, sem bendir til sterkra tengsla við vinsælustu bílamerkin og orkugjafana.
- Umboð sem sérhæfa sig í rafmagnsbílum njóta mikilla vinsælda. Toyota trónir á toppnum enda með fyrirtaksþjónustu og fjölda traustra viðskiptavina.
Vinsælustu bílamerkin
- Ákveðin bílamerki skera sig úr, sérstaklega þau sem bjóða marger gerðir af rafmagns- og hybrid bílum.
- Þetta sýnir að sum vörumerki hafa náð talsverðri fótfestu á markaðnum.
Lokaorð
Niðurstöðurnar benda til þess að rafmagnsbílar, plug-in hybrid og hybrid séu þar sem eftirspurnin er, en dísel er enn sterkur í ákveðnum flokkum, sérstaklega jeppum. Jepplingar eru vinsælasta tegundin, og sum umboð og bílamerki hafa meiri vinsældir en önnur.
Úrtak: 400 lesendur Bílabloggs.
Umræður um þessa grein