- ?Verstappen fær enga refsingu
- ?F1: Beiðni Mercedes hafnað
FIA, Alþjóðaakstursíþróttasambandið tilkynnti fyrir stuttu að beiðni Mercedes-liðsins í Formúlu 1 um rannsókn á atviki sl. helgi hafi verið hafnað.
Atvikið átti sér stað í keppninni í Sao Paulo síðasta sunnudag þegar Lewis Hamilton (Mercedes) reyndi að fara framúr Max Verstappen (Red Bull) á 48. hring keppninnar. Mercedes óskaði eftir rannsókn á atvikinu eftir að myndbandsupptaka innan úr bíl Verstappens var gerð opinber.
Þótti Mercedes ástæða til að óska eftir rannsókn á því hvort Verstappen hefði vísvitandi reynt að hindra Hamilton þegar hann ætlaði að komast fram úr honum í 4. beygju 48. hrings.
Hvaða þýðingu hefur þetta?
Að því er fram kemur á opinberri síðu Formúlu 1 breytir þetta engu hvað stöðu Verstappens snertir. Engin refsing og staðan óbreytt frá keppninni í Brasilíu sl. sunnudag.
Eins og fyrri daginn, varð mikið írafár á Twitter um leið og þetta varð ljóst og eru samsæriskenningarnar ófáar. Þeir eru nefnilega víða, sófadómararnir.
Nú gæti orðið áhugavert hvort Charles Leclerc (Ferrari) standi við stóru orðin en hann hefur lýst því yfir að ef Verstappen yrði ekki refsað myndi hann „breyta ökulagi“ sínu í keppninni á sunnudag. Lesa má nánar um þá yfirlýsingu hér.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein