Tesla hefur formlega opnað Gigafactory í Þýskalandi. Nánar tiltekið í Grünheide í Berlín. Verksmiðjan er loks tilbúin til framleiðslu á bílum og rafhlöðum en nokkuð dróst að fá tilskilin leyfi og því er verkið töluvert á eftir áætlun.
Gangi allt að óskum verða framleiddir 500.000 bílar í verksmiðjunni í Grünheide á ári en framleiðslan hefst í vikunni.
Í meðfylgjandi myndbandi er ferlið skoðað sem og það hvort Tesla verði brátt stærsti bílaframleiðandi veraldar. Stórt er spurt en áhugaverð er spurningin engu að síður.
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein