Ótrúlegt er að horfa á myndskeið sem tekið var úr þyrlu í gær yfir norðvesturhluta þjóðgarðsins í Yellowstone í Wyoming. Þar rennur Yellowstone River í gegn en vatnavextir hafa verið það miklir að vegurinn er víða eins og slitin bílabraut, séð úr lofti.
Búið er að loka þjóðgarðinum á nokkrum stöðum og það er ekkert undarlegt því fólk er í vanda statt eftir að vegurinn hreinlega molnaði og hvarf í straum drullugs fljótsins. Vonandi tekst að aðstoða strandaglópa á næstu klukkustundum.
Því það er svo gaman að lesa um veður:
Bílar tókust á loft og bensíndæla gafst upp
Þá snjóaði í „helvíti“: Ófært í Istanbúl
Þá sjaldan það snjóar á þessum slóðum
???Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein