Vatt ehf. hefur sölu á BYD fólksbílum á Íslandi! BYD er stærsta rafbílamerki heims.
Mánudagur, 13. febrúar, Shenzen. RSA og BYD hafa útvíkkað samstarf sitt og mun RSA nú hefja innflutning á BYD fólksbílum í Finnlandi og Íslandi til viðbótar við Noreg.
„Við getum loks skýrt frá því að við erum nú innflutningsaðilar BYD fólksbíla í Finnlandi og Íslandi til viðbótar við Noreg.
Eftir langar og árangursríkar viðræður við BYD höfum við komist að samkomulagi um að útvíkka enn frekar gott samstarf okkar.
BYD hefur verið vel tekið á norskum markaði undanfarin tvö ár og nú er röðin komin að Finnlandi og Íslandi,“ segir Frank Dunvold, framkvæmdastjóri RSA.
Skrifað var undir samning um þetta á aðalskrifstofu BYD síðastliðinn mánudag í Shenzen í Kína.
Undir samninginn skrifuðu Frank Dunvold og Michael Shu, framkvæmdastjóri BYD Evrópa.
RSA hefur flutt inn BYD rafsendibíla á báða markaðina frá árinu 2022 ásamt innflutningi til Svíþjóðar og Danmerkur.
Þrjár rafknúnar gerðir
Úlfar Hinriksson er framkvæmdastjóri BYD á Íslandi.
„BYD hefur náð eftirtektarverðum árangri í Noreg og allt bendir til þess að merkið muni njóta sömu velgengni á Íslandi.
BYD er einn af leiðandi framleiðendum rafknúinna ökutækja í heiminum og með stóra markaðshlutdeild í rafbílum.
Fram undan hjá okkur í lok apríl er að kynna þrjá 100% rafknúna fólksbíla frá BYD,“ segir Úlfar.

Noregur varð fyrir valinu sem fyrsti markaður fyrir BYD fólksbíla í Evrópu á árinu 2021.
Strax það ár kom á markaðinn BYD Tang sjö sæta rafbíll.
Haustið 2022 sótti BYD inn á fleiri markaði í Evrópu og kynnti þá fyrir Evrópu BYD Atto3 og BYD Han.

BYD Atto3 er lítill, rafknúinn sportjeppi í gæðaflokki. Hann er fyrsti bíllinn frá BYD sem smíðaður er á nýja undirvagninn e-Platform 3.0.
Hann er með nútímalegt og ungæðislegt útlit og er hlaðinn búnaði í staðalgerð.
BYD Han er sportlegur fólksbíll í lúxusflokki.
Í grunngerð er hann með aldrifi, hlaðinn tæknibúnaði og skilar 509 hestöflum.
Hröðun er 0-100 km á klst á 3,9 sekúndum.

Allar þessar þrjár gerðir verða settar á markað á Íslandi og Finnlandi.
„Við teljum þessa bíla henta einstaklega vel inn á íslenska markaðinn þar sem eftirspurn eftir rafbílum eykst stöðugt.
Bílarnir eiga það allir sameiginlegt að vera í háum framleiðslugæðum, með hátæknivæddar rafhlöðulausnir og mikinn búnað að öðru leyti.
Það er eftirvænting í loftinu að geta boðið íslenskum bílkaupendum breiða línu bíla frá BYD,“ segir Úlfar.

Stærsti rafbílaframleiðandi í heimi
BYD er stærsti framleiðandi rafknúinna bíla í heiminum.
Fyrirtækið er þekkt fyrir nýsköpun á sviði rafhlöðutækni.
BYD er ennfremur eini bílaframleiðandi heims sem framleiðir sjálfur rafhlöður sínar, örgjafa, stýrikerfi fyrir rafhlöður og rafmótora.
BYD seldi á heimsvísu 1.862.428 rafknúna bíla árið 2022, sem var aukning upp á 155,1% frá árinu 2021.
Allir BYD fólksbílar koma með hinni byltingarkenndu Blade rafhlöðu.
Þessi kóbaltlausa járnfosfatrafhlaða skilar meiri afkstum, drægni og líftíma.
Hún er líka hönnuð til að stuðla að auknu öryggi í bílnum.
Um BYD
BYD Company Ltd. er eitt stærsta fyrirtæki í einkaeigu í Kína.
Allt frá stofnun 1995 hefur fyrirtækið vaxið hratt á grunni sérþekkingar á endurhlaðanlegum rafhlöðum og sjálfbærri þróun.
Starfsemi BYD nær nú yfir fjögur svið, þ.e. bílaframleiðslu, rafeindatækni, orku og járnbrautasamgöngur.
Einnig hefur starfsemi BYD á sviði endurnýjanlegra orkulausna vaxið um allan heim og fyrirtækið nú með starfsemi í yfir 70 löndum.
Leiðin að orkuvistkerfi með núlllosun, sem samanstendur af sólarorkuframleiðslu á viðráðanlegu verði, áreiðanlegri orkugeymslu og byltingarkenndum rafknúnum flutningum, hefur gert BYD að leiðandi aðila í orku- og flutningaiðnaðinum.
BYD er eini bílaframleiðandi heims sem framleiðir sjálfur rafhlöður sínar, örgjafa, stýrikerfi fyrir rafhlöður og rafmótora.
BYD er skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Hong Kong og Shenzhen.
Um RSA
RSA er norður-evrópskt fyrirtæki á sviði bílainnflutnings til 12 landa.
RSA er viðurkenndur dreifingaraðili BYD í Noregi, Finnlandi og Íslandi.
RSA er fyrirtæki í einkaeigu og með talsverða sögu sem nær allt aftur til ársins 1936.
RSA hefur markaðssett sterk vörumerki á mörgum mörkuðum.
Með samstarfinu við BYD tekur RSA enn eitt skref inn í framtíð bílamarkaðarins með innleiðingu á 100% rafknúnum ökutækjum BYD af núverandi gerð og framtíðargerðum.
RSA hefur nú þegar byggt upp sölunet BYD sem teygir sig yfir öll Norðurlöndin.
RSA flytur nú inn BYD fjölskyldu- og atvinnubíla til Noregs, Finnlands og Íslands og BYD atvinnubíla til Svíþjóðar og Danmerkur.
(fréttatilkynning frá BYD á Íslandi)
Umræður um þessa grein