Varmaskjólur eða boddýpeysur?
Smekkurinn er misjafn eins og mannfólkið. Spurning hvernig það myndi henta okkur hér á Íslandi að klæða bílana okkar í ullarpeysur til að verja þá fyrir kuldanum. Dæmi nú hver fyrir sig.
Þær færu allavega ekki vel á götu á útmánuðum. Nú eru nýjustu rafmagnsbílarnir með varmadælu til að hjálpa til við hitun eða kælingu loftræstingar bílsins en hvað með að láta „Varmaskjólur” eða „Boddýpeysur” fylgja með í einhverjum tilboðum bílaumboðanna.
Prjónuðu kaðla „ húfu” á VW Bjöllu
Það var prjónari í LA sem fékk það skemmtilega verkefni að prjóna húfu á VW Beetle. Túlkunin átti að sýna fram á að „bílahúfa” væri „notaleg” fyrir bílinn. Zurich Insurance Group í Bretlandi var viðskiptavinurinn.
„Þetta var einfalt“, sagði Judy Gergory, prjónakona með meiru. „Ef þú elskar eitthvað nógu mikið, verndar þú það á sem bestan hátt.“ Prjónaðu húfu og gefðu hana þeim sem þú elskar.
Judy notaði um 15 kíló af Mauch Chunky Roving garni í verkið og 20 dokkur af Mauch Chunky og það var prjónað með kaðlamynstri.
Hún var um 11 daga að klára húfuna en hafði með sér tvær vinkonur til hjálpar. Þær notuðu prjóna númer 35 í verkið.
Við látum nokkrar myndir af vel prjónuðum „Varmaskjólum“ eða „Boddýpeysum“ á bílinn fylgja með.
Myndir: Héðan og þaðan af vefnum – fengnar að láni.
Umræður um þessa grein