Uppfærsla á Volkswagen ID.3 á markað árið 2023
Hinn rafknúni ID.3 mun fá nýja innri tækni og endurhönnun á útliti
Fyrsta gerðin í vöruúrvali Volkswagen af rafknúnum ID-bílum, ID.3, kom á markað árið 2019.
Þessi rafbíll í Golf-stærð mun fá andlitslyftingu árið 2023 og VW hefur gefið okkur innsýn í hvernig hann mun líta út þegar hann kemur næsta vor.
Volkswagen segir að nýi ID.3 sé „útbúinn með nýjustu hugbúnaðarkynslóðinni, sem bætir afköst kerfisins og getur tekið á móti uppfærslum í loftinu“.
Ekki er ljóst hvort nýi bíllinn muni bjóða upp á betri drægni og afköst, þó að endurskoðuð ytri hönnun ætti að hafa áhrif á skilvirkni á einhvern hátt.
Innréttingin á ID.3 verður endurunnin fyrir árið 2023. „Nýi ID.3 sýnir skuldbindingu okkar til gæða, hönnunar og sjálfbærni.”
Hönnunin hefur þroskast og við höfum uppfært efnin sem notuð eru í innréttinguna,“ sagði Imelda Labbé, stjórnarmaður í markaðsráði Volkswagen.
VW segir að nýjasta upplýsinga- og afþreyingartæknin sé þægilegri og einfaldari fyrir notendur.
Eiginleikar eins og Travel Assist og Park Assist Plus verða aðgengilegir sem aukahlutir og af kynningarmyndum að dæma má búast við nýjum skjá sem varpar upplýsingum á framrúðuna í sjónlínu ökumanns.
Miðjustokkurinn verður einnig endurhannaður og með tveimur bollahöldurum.
Stærstu breytingarnar verða inni í farþegarýminu þar sem VW lofar að bæta í hvað varðar gæði.
Að auki verður stærð snertiskjásins breytt úr núverandi 10 tommu skjá í 12 tommu skjá á meðan miðjustokkurinn verður endurhannaður til að rúma par bollahaldara.
Að aftan er færanlegt gólf í farangursrými sem mun auka hagkvæmni rafbílsins.
Volkswagen framleiðir ID.3 í verksmiðjum sínum í Zwickau og Dresden í Þýskalandi, en með uppfærðri gerð mun VW stækka verksmiðju sína í Wolfsburg til að mæta eftirspurn.
Hægt er að panta uppfærða ID.3 núna í Þýskalandi í Life, Business, Style, Max og Tour búningi.
(Auto Express og motor1 – myndir frá Volkswagen)
Umræður um þessa grein