Uppfærsla á Porsche Taycan eða er ný gerð rafbíls á leiðinni?
Nýjar „njósnamyndir“ af Porsche Taycan benda til þess að andlitslyfting muni koma á þessu ári
Árið 2019 kom framleiðsluútgáfa af Porsche Taycan í ljós en núna lítur út fyrir að Porsche sé að vinna að andlitslyftum Taycan, eins og sést á nýjum njósnamyndum.
En því er líka kastað fram hvort þetta gæti verið ný útgáfa rafbíls frá Porsche.
Í dag er Porsche nú þegar með grunngerðina Taycan, 4S, GTS, Turbo og Turbo S, svo það er erfitt að sjá hvar ný gerð myndi passa. inn í röðina.
Að því er varðar aflrásina, gerir vefur Auto Express ráð fyrir að núverandi úrval af stigum búnaðar haldi áfram, þar sem Taycan býður upp á 79,2 kWh einingu og hraðari, dýrari gerðirnar koma með 93,4 kWh rafhlöðu.
Porsche gæti vel stillt kælingu og heildarnýtni rafgeymanna til að auka drægni – sérstaklega kílómetrafjöldann sem tapast í köldu veðri.
Í nýjustu uppfærslunni fór Turbo 4S úr 464 km í að hámarki 511 km, svo Porsche hefur þegar sýnt fram á hvernig þeir geta dregið meira drægni úr gerðinni.
Þá er ný útgáfa af Taycan sem býður upp á meiri drægni, með þreföldum mótor og sportegum breytingum með betri loftaflfræði, sem keppinaut við Tesla Model S Plaid.
Það er talið þessi gerð muni birtast ásamt andlitslyftum Taycan síðar á þessu ári.
(vefur Auto Express og fleiri vefsíður)
Umræður um þessa grein