Uppfærður 2023 Mercedes G-Class sást á ferðinni
Hinn sérstæði Mercedes G-Class er tilbúinn fyrir endurnýjun en mun halda túrbó V8
G-Class (eða G-Wagen) er þriðja elsta nafnið í núverandi Mercedes-línu, á eftir SL og S-Class, svo andlitslyftingin á hinum gamalgróna jeppa sem hefur haldið fast í sitt gamla og góða útlit er ansi merkileg stund.
Vefur Auto Express var að sýna nýlagar myndir af jeppanum í prófunum áður en uppfærð gerð jeppans verður formlega sýnd.
Núverandi kynslóð G-Class kom á markað árið 2018 og leysir af hólmi það sem var í raun 40 ára gamall bíll.
Við getum nú þegar séð af þessum nýjustu njósnamyndum að andlitslyfta módelið mun halda sinni kassalaga lögun og upprunalegu torfærueiginleikunum.
Að halda sömu formúlu kemur kannski ekki á óvart þar sem Mercedes seldi yfir 40.000 eintök af G-Class árið 2021.
Eins og við höfum séð áður, er þessi tilraunabíll af AMG-þróaða G 63 afbrigðinu sem mun halda áfram sem G-Class úrvalsbíllinn – og mætir Lamborghini Urus S og Range Rover Sport.
Þrátt fyrir feluleikinn eru nokkur ný lykilatriði kynnt í þessum nýju felumyndum.
Að sjálfsögðu halda hefðbundnir hönnunareiginleikar áfram eins og stórgerð hurðarhandföng, upprétt staða og varadekkið sem er áfram fest á afturhurðina, en að framan eru ný loftinntök í neðri hluta endurhannaða stuðarans.
LED framljósin og afturljósin líta óbreytt út frá útgáfunni, en grillið á G 63 verður frábrugðið G-Class og hér sjáum við dæmigerða AMG lóðrétta rimla.
Einkennandi hönnun G 63 eru krómaðir hliðarútblástursstútar, sem eru á þessum prófunarbíl.
Hjólin á þessum prófunarbíl eru sömu 20 tommu felgurnar og sjást á bílnum sem er að hætta, en við höfum áður séð 22 tommu felgur.
Gert er ráð fyrir að nýi bíllinn komi á næsta ári
Gert er ráð fyrir að nýr G-Class komi snemma árs 2023 og hann muni hafa fullt af keppinautum til að berjast gegn í formi nýja Land Rover Defender (bæði venjulegur og V8 gerðin), Range Rover, Audi RS Q8, Aston Martin DBX og Bentley Bentayga. Þetta er áður en þú lítur á nýja hópinn af kraftmiklum rafjeppum eins og Audi e-tron og BMW iX sem hafa möguleika á að höggva skarð í G-Class viðskiptavinahópinn.
Fyrsti rafdrifni Mercedes G-Class mun heita EQG – sem á að koma árið 2024.
Að innan mun G-Class loksins fá nýjustu útgáfuna af MBUX upplýsinga- og afþreyingarhugbúnaði Mercedes, þar sem G-Class er eini núverandi Mercedes án hans.
Ekki er vitað á þessu stigi hvaða aðrar breytingar verða gerðar en ólíklegt er að þýska merkið muni endurhanna miðju mælaborðsins algjörlega til að hýsa stærri snertiskjá eins og er að finna í nýjasta S-Class, C-Class og SL Roadster, þar sem G -Glass notar sína eigin, sérsniðnu yfirbyggingu á grind í stað hins nýja MRA2 grunns sem notaður er af fólksbílum vörumerkisins.
Þess í stað verður áherslan lögð á nýjan hugbúnað, nýja virkni, uppfærðann rofabúnað, þar á meðal snertinæma púða í stað eldri snúningsskífunnar sem er að finna í núverandi bíl, og uppfært úrval af innréttingum og áherslum sem kaupendur geta valið úr.
Samkvæmt þessari frétt hjá Auto Express munu vélar fyrir breska markaðinn haldast við núverandi framboð af 3,0 lítra 400d dísilgerð með forþjöppu og 577 hestafla AMG-G 63 útgáfu, hugsanlega uppfærð til að innihalda 48 volta milda tvinnútgáfu af 4,0 lítra V8 túrbó AMG, eins og er í nýjasta E 63 ofurfólksbílnum.
Fjórhjóladrif með háu og lágu drifi mun fylgja uppfærðu G 63, 2023 gerðinni og Auto Express hefur þegar keyrt hann. Það tekur G 63 svo sannarlega upp um nokkur stig hvað varðar torfærugetu og verð.
Þessi uppfærsla a G-Class eins og við þekkjum hann gæti verið sú síðasta sinnar tegundar áður en rafmagnsútgáfa vörumerkisins kemur.
EQG hugmyndabíllinn var fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í München árið 2021 og státar af uppfærðri hönnun með nokkrum sérstökum eiginleikum eins og óhefðbundinni ferningalaga „varahjólsfestingu“ að aftan.
(grein á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein