Tveir nýir rafbílar sagðir á leiðinni frá Jeep
Jeep Compass og Jeep Renegade bætast í rafbílaframboð Jeep
Jeep sem í dag er undir regnhlíf Stellantis frumsýnd nýjan „rafmagnsjeppa“ á bílasýningunni í París.
Jeep Avenger er þessi nýi bíll, sem er hannaður og smíðaður í Evrópu fyrir Evrópumarkað. En eins og fram kom í samtali við Sigurð Kr. Björnsson markaðsstjóra Ísband, söluaðila Jeep á Íslandi, þá kemur Avenger aðeins í byrjun framhjóladrifinn, þótt hann sé með ýmsar drifstillingar sem gerir hann betri til að kljást við erfiðari akstursaðstæður.
Bílavefsíðna Auto Express birti hins vegar tvær myndir af nýjum rafmögnuðum jeppum frá Jeep: Compass og Renegade.
Þótt teikningarnar séu gerðar hjá hönnunarstúdíói Avarvari þá eru útlit bílanna beggja líkt bílum sem Jeep er í dag að framleiða fyrir aðra markaði að sögn Sigurðar, en að öðru leyti gat hann ekki sagt okkur neitt meira um þess nýju og væntanlegu bíla frá Jeep.
Hannaður og smíðaður í Evrópu
Hins vegar er nýja Jeep Avenger spáð góðu gengi í Evrópu. Með þeim bíl er Jeep að sýna að fyrirtækið er er á leið til hreinna rafknúinna rafmagnsbíla – og viðleitni hins þekkta bandaríska vörumerkis varð virkilega sýnileg með komu Avenger jeppans, sem var frumsýndur opinberlega á bílasýningunni í París á dögunum.
Avenger er með nýjustu útgáfuna af rafdrifinni aflrás Stellantis vegna þess að hann er hannaður til að vera eingöngu rafmagnsbíll.
Rafhlaðan er 54kWh (51kWh nothæf), samanstendur af 10 rafhlöðusellueiningum aftast í bílnum, undir aftursætunum, og sjö einingum undir framsætunum.
Fyrri okkar markað er það hinsvegar galli að hann verðir bara framdrifinn – að minnsta kosti í byrjun.
Jeep Recon
Fyrst við erum að fjalla um rafdrifna jeppa frá Jeep – þá er rétt að segja líka frá Jeep Recon.
Jeep Recon er rafhlöðu rafknúinn jeppi í meðalstærð sem Jeep mun framleiða árið 2024. Hann var sýndur með mynd í september 2022 ásamt tveimur öðrum jeppum, hann er torfærumiðaður jeppi sem er mjög innblásinn af Wrangler, og verður seldur við hlið hans. Recon nafnið var áður notað fyrir afbrigði af Wrangler.
Jeep Recon verður eingöngu framleiddur og seldur sem rafbíll, það verður engin eldsneytisknúin gerð af þessum jeppa.
Hann er sagður verða með nýtt Uconnect kerfi sem sagt er veita fullkomna leiðsögn um þekktar torfæruleiðir um allan heim.
Recon er sagður veita Bronco Sport frá Ford mikla samkeppni. Verður í boði með Selec-Terrain Management drifstillingum ásamt rafrænni stillingu öxla.
Umræður um þessa grein