Fjölgun í rafmagnsbílagerðum
Tvær nýjar rafbílagerðir eru kynntar til leiks um helgina. Mikil eftirvænting hefur verið eftir byltingakenndum Skoda Enyaq sem lentur er í Heklu bílaumboði við Laugaveginn.

Þessi nýi Skoda Enyaq er enginn venjulegur rafmagnsbíll. Um er ræða fullvaxinn mjög vel búinn bíl. Uppgefin drægni bílsins skv. WLTP staðlinum er frá um 400 km. upp í 520 km. Skoda Enyaq verður boðinn með tveimur mismunandi rafmóturum, 180 og 204 hestafla. Tvær rafhlöður verða í boði, 58 kWh og 77 kWh. Verðið á Enyaq er frá 5.790 þús.

Einstakt efnisval í innréttingu
Fyrsti bíllinn er kominn inn á gólf í Heklu umboðinu við Laugaveg og sá lítur vægast sagt vel út. Hvítur fer þessum bíl sérlega vel og innréttingin er meiriháttar. Það er svo sannarlega tilhlökkun hjá okkur að fá að reynsluaka þessum glæsilega bíl þegar fyrstu eintökin lenda.


Ferskir straumar hjá Mercedes Benz
Það var frumsýning hjá Öskju á nýjum og glæsilegum Mercedes Benz EQA. Sá bíll er boðinn með um 66 kWh rafhlöðu og með drægni upp á rúmlega 420 km. skv. WLTP staðlinum. Um er að ræða mjög vel útbúna bíla sem einnig er hægt að sérsníða eftir óskum viðskiptavinarins.

Hægt er að fá bílana bæði með fram- og fjórhjóladrifi og allt að 285 hestöflum. Nýi Benzinn er búinn MBUX margmiðlunarkerfi. Innréttingin er sérlega vönduð eins og þeim hjá Benz er von og vísa. Mælaborðið er síðan nokkurskonar panorama tölvuskjár, kýrskýr og sérlega einfaldur í notkun.



Verðið á nýjum Mercedes EQA er frá 6.790 þús. og upp í 9.390 þús.
Umræður um þessa grein