- Það verður nóg um að vera hjá Öskju að Krókhálsi 11 á laugardaginn kemur því þá verða tvær bílasýningar haldnar í húsinu kl. 12-16.
Rafbílar Mercedes-Benz verða í sviðsljósinu ásamt því að atvinnubílar Mercedes-Benz kynna spennandi framtíð atvinnubíla þar sem rafmagnað úrval verður í sérstakri áherslu.
,,Við hvetjum alla sem hafa verið að íhuga að taka skrefið í orkuskiptum að koma og skoða rafmagnað úrval Mercedes-Benz og atvinnubíla Mercedes-Benz. Skattaívilnun á rafbílum fellur úr gildi um áramót og því hægt að spara allt að 1.320.000 kr. með því að festa ráð sitt á rafbíl fyrir áramót,” segir Símon Orri Sævarsson, sölustjóra Mercedes-Benz atvinnubíla og smart á Íslandi.
Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum og hafa atvinnubílar framleiðandans ávallt þótt traustir og öflugir. Ný hönnun, viðbótarþægindi og akstursaðstoðarkerfi ásamt auknu notagildi eru kjarni þess sem gerir atvinnubíla Mercedes-Benz að framúrskarandi samstarfsaðila.
,,Mercedes-Benz er að setja ný viðmið fyrir gæði og lúxus. Ný gæðaviðmið eru stuttir hleðslutímar og afslappaður akstur á rafbíl.
Markmið Mercedes-Benz er að skapa heildrænar lausnir sem tengjast raforkunotkun, þægilegri hleðslu, leiðarskipulagi og aðstoðarkerfum og auðvelda þannig rafknúnar samgöngur. Við hvetjum alla til að koma í heimsókn til okkar á laugardag og skoða rafmagnað úrval Mercedes-Benz fólksbíla og atvinnubíla,” segir Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla.
(fréttatilkynning frá Öskju)
Umræður um þessa grein