Toyota Yaris og VW ID.3: Hvernig er öryggið?
Við erum nýlag búin að reynsluaka tveimur nýjum bílum: Toyota Yaris Hybrid og Volkswagen ID3, en hvernig er öryggi þeirra háttað?

Öryggisstofnun fyrir bíla í Evrópu – EuroNCAP birti einmitt nýlega niðurstöður á árekstrarprófunum. Báðir þessir bílar fengu góðar einkunnir í öllum flokkum. Skoðum þær nánar:
Toyota Yaris Hybrid árgerð 2020

Hér að ofan sést niðurstaðan: 86% varðandi vernd fullorðna, 81% varðandi vernd barna, 78% fyrir vernd gangandi vegfarenda og loks 85% fyrir vernd vegna virks aðstoðarbúnaðar ökumanns.

Volkswagen ID.3 árgerð 2020

Hér að ofan sést niðurstaðan: 87% varðandi vernd fullorðna, 89% varðandi vernd barna, 71% fyrir vernd gangandi vegfarenda og loks 88% fyrir vernd vegna virks aðstoðarbúnaðar ökumanns.

Þessar tvær prófanir sýna svo ekki er um villst að öryggi í minni bílum er orðið mun meira en áður var og þeir eru engir eftirbátar sér stærri bílum á þessu sviði.
(heimild vefsíða EuroNCAP)
Umræður um þessa grein