Toyota Yaris með hæstu einkunn í endurskoðuðu árekstarprófi NCAP
- Yaris er fyrsti bíllinn til að takast á við uppfærðar prófunarreglur og sá fyrsti til að hljóta fimm stjörnur í einkunn samkvæmt nýja kerfinu
Nýi Toyota Yaris hefur fengið fimm stjörnur í nýjustu umferð árekstrarprófa Euro NCAP og setti viðmiðið fyrir öryggi lítilla fjölskyldubíla frá því að árekstraprófunarstofan uppfærði prófunarreglur sínar.
Yaris, sem var prófaður í fimm dyra tvinnbílsútgáfu, er fyrsti bíllinn til að takast á við nýja NCAP kerfið sem er með yfirfarið árekstrarpróf að framan. Aðrar breytingar fela í sér kynningu á mótvægisaðgerð vegna meiðsla í höggi ytra megin og hreyfanlegt, aflaganlegt hindrunarpróf.
Yaris stóð sig vel í öllum þessum prófunum, þar sem þrátt fyrir smæð sína var hann einn sá sem varð fyrir minnstum skaða þegar hann lenti í árekstri, en miðjustaðsettir púðar reyndust bjóða góða vörn gegn höggi frá ytri hlið. Nýjasta „Toyota Safety Sense“ forritið getur nú stöðvað Yaris í miðri beygju til að koma í veg fyrir árekstur við umferð á móti.
Með hæstu einkunn
„Til hamingju Toyota með hæstu einkunn fyrir Yaris,“ sagði framkvæmdastjóri Euro NCAP, Michiel van Ratingen. „Þetta hefur verið erfitt ár fyrir alla sem málið varðar og ég er þakklátur rannsóknarstofum og starfsmönnum Euro NCAP, sem hafa unnið hörðum höndum við að tryggja öryggi á meðan þeir eru öruggir.“
Þrátt fyrir að Yaris sé eini bíllinn sem tekst á við endurskoðaða prófið hingað til voru tveir aðrir bílar prófaðir í samræmi við reglurnar frá 2019. Þetta voru nýi Renault Clio E-Tech tvinnbíllinn, sem jafnaði útkomu venjulega Clio með fimm stjörnum, og Audi E-tron Sportback, sem einnig hlaut fulla stjörnugjöf.
(frétt á vef Autocar)
Umræður um þessa grein