TOYOTA RELAX – þjónustutengd ábyrgð í 10 ár eða 200.000 kílómetra
Lengri ábyrgðatími bíla hefur verið að færast í vöxt víða um heim og hefðbundin lögbundin ábyrgð í mörgum tilfellum framlengd, í sumum tilfellum í nokkur ár.
Toyota í Evrópu hefur verið kynna undanfarið enn aukna ábyrgð á bílum sínum og núna einnig hér á landi, eins og fram kemur í eftirfarandi fréttatilkynningu frá Toyota á Íslandi:
TOYOTA RELAX – þjónustutengd ábyrgð
Toyota á Íslandi mun frá 1. júlí 2021 kynna Toyota RELAX á íslenskum bifreiðamarkaði, en Toyota RELAX gefur eigendum bíla frá Toyota og Lexus kost á að framlengja ábyrgð á bílum sínum í allt að 10 ár eða 200.000 kílómetra.
Toyota RELAX tekur við eftir að verksmiðju- og viðbótarábyrgð sem fylgir bílnum er í þann mund að ljúka.
Toyota RELAX framlengir ábyrgðina um 12 mánuði í senn eða 15/20 þúsund kílómetra akstur samkvæmt skilmálum þar um – hvort sem fyrr verður.
Hvernig virkar TOYOTA RELAX?
Toyota og Lexus bílar sem fluttar hafa verið inn af Toyota á Íslandi eru annað hvort með 5 ára ábyrgð eða 7 ára ábyrgð. Þessir bílar eru gjaldgengir í TOYOTA RELAX ábyrgð.
Þegar að minnsta kosti 48 mánuðir eru liðnir af 5 ára ábyrgð og að minnsta kosti 72 mánuðir liðnir af 7 ára ábyrgð gefst eiganda bílsins kostur á því framlengja ábyrgðina á bílnum um 12 mánuði í senn eða 15/20 þúsund kílómetra – hvort sem fyrr verður – gegn því að fara með bílinn í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.
Eingöngu viðurkenndir þjónustuaðilar Toyota geta veitt TOYOTA RELAX þjónustutengda ábyrgð.
Hvaða bílar eru gjaldgengir í TOYOTA RELAX
Hér að neðan gefur að líta skilgreiningar á þeim bílum sem gjaldgengir eru í þjónustutengda ábyrgð – TOYOTA RELAX:
- Frumskilyrði þess að bíll sé gjaldgengur í TOYOTA RELAX er að um sé að ræða Toyota eða Lexus bíl sem fluttur er inn af Toyota á Íslandi.
- Bíll sem er yngri en 10 ára (9 ára og 364 daga) er gjaldgengur í TOYOTA RELAX. Miðað er við dagsetningu við nýskráningu bíls á götuna hjá Samgöngustofu.
- Bíllinn þarf að vera ekinn minna en 200.000 kílómetra til að vera gjaldgengur í TOYOTA RELAX.
Kostar TOYOTA RELAX eitthvað?
Nei, ekkert sérstakt gjald er tekið af viðskiptavinum fyrir sjálfa TOYOTA RELAX þjónustutengdu ábyrgðina. Falli viðkomandi bíll undir skilmálana þarf viðskiptavinur eingöngu að fara með bílinn í þjónustuskoðun til viðurkennds þjónustuaðila Toyota á Íslandi til að virkja TOYOTA RELAX.
Fá þá allir bílar TOYOTA RELAX – án undantekninga?
Að undangengnum þeim frumskilyrðum fyrir TOYOTA RELAX, að bíllinn sé fluttur inn af Toyota á Íslandi, sé yngri en 10 ára, ekinn minna en 200 þúsund km, búinn með að minnsta kosti 48 mánuði af 5 ára ábyrgð eða að minnsta kosti 72 mánuði af 7 ára ábyrgð og að farið sé með bílinn í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi, þá fær viðkomandi Toyota og Lexus bíll TOYOTA RELAX.
Rétt er að benda á að allar þær athugasemdir sem gerðar eru við Toyota RELAX ábyrgðartengda hluti í þjónustuskoðun og eigandi vill ekki að séu lagfærðir falla utan TOYOTA RELAX ábyrgðar.
Hvaða hlutir falla undir ábyrgð í TOYOTA RELAX?
Nánast sömu hlutir falla undir TOYOTA RELAX ábyrgð og þeir sem finnast í 4 ára viðbótarábyrgð Toyota á Íslandi. Ábyrgðarskilmála fyrir TOYOTA RELAX má nálgast á www.toyota.is
Hver er gildistími TOYOTA RELAX ábyrgðar?
Gildistíminn TOYOTA RELAX er 12 mánuðir. Þá er einnig vert að benda á að einnig gilda kílómetratakmarkanir í því tilviki þar sem viðkomandi bíl væri ekið meira en 15.000 km / 20.000 km (Proace) á tímabilinu sem um ræðir.
Með öðrum orðum 12 mánuðir eða kílómetrafjöldinn – hvort sem fyrr verður.
Í raun getur TOYOTA RELAX ábyrgð verið á Toyota og Lexus bílum sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi í allt að 11 ár eða upp í allt að 214.999/219.999 km hvort sem á undan kemur, komi viðskiptavinur með bílinn í þjónustuskoðun til viðurkennds þjónustuaðila Toyota á Íslandi þegar hann er 9 ára og 364 daga gamalla og eða ekinn 199.999 km.
Toyota er eini bílaframleiðandinn í Evrópu sem býður upp á svo víðtæka ábyrgð á framleiðslu sinni.
Umræður um þessa grein