Toyota í frumsýningarstuði á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í mars
- Heimsfrumsýning á nýja B-sportjeppanum frá Toyota
- Sýna nýja Yaris, RAV4 í tengitvinngerð og nýja Mirai í fyrsta sinn í Evrópu
- Frumsýning í Evrópu á GR Yaris og hinum nýja GR Supra 2.0
Með nýjum B-jeppa Toyota á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars, kemur fyrirtækið fram með nýjan lítinn bíl sem byggir á viðamikilli reynsla frá stærri jeppum fyrirtækisins.
Nýi B-jeppinn sameinar meiri veghæð og skynvætt allhjóladrifskerfi og nýjustu tengitvinn-blendingartækni Toyota.
Þessi nýjasti jeppi Toyota verður afhjúpaður á blaðamannafundi sínum sem fram fer klukkan 11:15 á Toyota básnum í sal 4 á bílasýningunni í Genf þann 3. mars
Einnig verða frumsýningar í evrópskum bílasýningum á nýja Yaris og nýja RAV4 Plug-in Hybrid.
Og hinn nýi Mirai er hér einnig frumsýndur á evrópskri bílasýningu á sérstöku svæði þar sem lögð er áhersla á skuldbindingu Toyota við framtíðarvetnissamfélag.
Gazoo Racing svæðið er með nýja GR Yaris sem sýndur er ásamt nýjum GR Supra 2.0, nýjasta WRC Yaris 2020 og Fernando Alonso 2020 Dakar Hilux.
Umræður um þessa grein