Tonale er fyrsta PLUG-IN HYBRID bifreiðin frá Alfa Romeo: einstök gæði, sérhver smáatriði úthugsuð, kraftmikil og glæsileg hönnun endurvekja sportleika 21. aldarinnar, segir Alfa Romeo um þennan nýja bíl sem er kominn í salinn hjá Ísband í Mosfellsbænum.
Tonale Plug-in Hybrid Q4 er ríkulega búinn fjölmörgum nýjungum. Tonale Plug-in Hybrid Q4 markar nýjan kafla í vegferð Alfa Romeo, með 280 hestöfl, hröðun frá 0-100 km/klst. á aðeins 6,2 sekúndum og með aðeins 26-33 g/km af CO2 losun samkvæmt WLTP staðlinum.
Tonale Plug-in Hybrid Q4 er með 12,3″ notendavænan skjá og stafrænan 10,25″ upplýsinga- og snertiskjá, sem bíður upp á fullkomið samspil á milli ökumanns og bifreiðarinnar.
Með næstu kynslóð hugbúnaðarar býður Tonale Plug-In Hybrid Q4 upp á fjölda af tækninýjunga: hann er fyrsti bíllinn til að taka upp NFT Blockchain vottun, hann státar af Amazon Alexa* raddþjónustunni og gerir kleift að nýta Amazon* þjónustu. Þessi kerfi samþættrar stafrænnar þjónustu mun tryggja bestu upplifunina innan sem og utan.
Hannaður til að bjóða upp á snögg viðbragð, frábært grip og mikla hröðun, Tonale Plug-in Hybrid Q4 er búinn Q4 fjórhjóladrifinu sem veitir þægilega og skemmtilega akstursánægju. Einstök lipurð, léttleiki og töfrandi aksturseiginleikar eru þeir þættir sem munu gulltryggja akstursánægju Alfa Romeo.
Nokkrar tölur um akstur og drægni: Allt að 82 km á rafmagni, allt að 600 km heildar akstursdrægni, 26-33 g/km af CO2 losun í blönduðum akstri, heildarafköst 280 hestöfl
Stærðir: Heildarbreidd 2082 mm, hjólhaf 2636 mm, heildarlengd 4528 mm, heildarhæð 1693 mm. Hæð undir lægsta punkt 18cm. Farangursrými 385 lítrar.
Bílablogg mun verða með þennan nýja Tonale í reynsluakstri fljótlega og þá munum við fjalla nánar um bílinn.
Umræður um þessa grein