Tími V8 vélarinnar er á enda
- En það sem tekur við gæti hins vegar orðið enn meira spennandi
Dodge ráðgerir að endurhanna Dodge „muscle” bíla sína. Fyrirtækið lét nýlega flakka að útblásturs reglugerðir væru að „drepa” V8 vélina.
Það er deginum ljósara að það er rétt, vélin er á útleið en lagði um leið áherslu á að rafmögnuð framtíð „muscle” bíla væri hins vegar ekki síður spennandi, sagði talsmaður fyrirtækisins.
„Það hefur svosem ekki verið gefin út nein dagsetning sem segir að þú getir ekki lengur keypt grjótharða HEMI járnblokkina en allir vita að sú dagsetning nálgast og þeir sem hefðu áhuga ættu að njóta hennar (brunavélarinnar) á meðan þeir geta,” sagði Matt McAlear, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Dodge í viðtali við Muscle Cars & Trucks.
Leikurinn er langt í frá tapaður. „Það sem kemur í staðinn verður svo miklu meira spennandi,” bætti hann við án þess að fara neitt dýpra í það.
Orðrómur um framtíð Charger og Challenger (þeir sem komu á markað 2008) eru mismunandi. Einn af óstaðfestum slíkum er að næsta kynslóð Challenger verði minni og léttari en forverinn.
Árið 2019 tilkynnti þáverandi yfirmaður Fiat-Chrysler Automobiles (FCA) að rafvæðing væri óhjákvæmileg.
Hann hélt því einnig fram að það yrði ekki 8 sílindra 700 hestafla bensínvél sem yrði undir húddinu á arftakanum.
Ekkert bendir til þess að nýlegur samruni við PSA samsteypuna sem framleiðir meðal annars Peugeot og Citroen hafi í för með sér einhverjar breytingar – þ.e. að Dodge muni ekki rafvæða – ef eitthvað er muni það flýta rafvæðingu.
En í millitíðinni mun Dodge gera það sem þeir gera best – að uppfylla drauma bensínþyrstu kaggaþeysaranna með framleiðslu V8 véla.
„Það vita allir að rafvæðing í „muscle“ bílabransanum er handan við hornið og við munum þróa nýjan Dodge sem fellur undir allt sem slíkur bíll á að hafa.
Ég er spenntur fyrir rafvæddri framtíð en nú er bara að nýta tímann og njóta meðan færi gegst. Ef þú vilt nýjan V8 HEMI Dodge skaltu drífa þig að panta. Tíminn er að styttast,“ sagði McAlear.
Þeir hjá Dodge eru því ekki alveg búnir að pakka teikningunum af V8 vélinni niður ennþá. Opinber gögn sýna að Dodge Challenger verður í framleiðslu í óbreyttri mynd allavega til 2023 en Chargerinn og Challengerinn eru framleiddir í Brampton Assembly sem er staðsett í útjaðri Toronto.
En nýr rafdrifinn Dodge Charger er ekki alveg kominn – en spennan eykst með hverjum deginum.
Hér má heyra hljóðið í Challenger SRT Hellcat
Byggt á grein Autoblog.
Umræður um þessa grein