Þríhjól, bátur og hjólhýsi í einni græju
BeTRITON er ótrúlegt rafknúið tveggja manna farartæki. Það er í senn ökutæki (þríhjól), hjólhýsi og bátur. Drægni á landi er rúmir 50 kílómetrar og ofan á það bætast rúmir 20 kílómetrar á siglingu. Verðið er 14.500 evrur eða um tvær milljónir króna.
Það er auðvitað smekksatriði hvort BeTRITON sé eitthvað fyrir augað. Mér þykir þetta forljótt stykki en öðrum gæti fundist það fagurt sem nellika í sólskini. Hugmyndin er góð en þar sem BeTriton er nýkomið á markað er fullsnemmt að segja til um hversu vel tekist hefur til.
Hámarkshraði á landi er 25 km/klst en 5 km/klst á siglingu.
Fleiri ferðagræjur:
Útilegugræjan Tesla
Léttasta rafreiðhjólið?
Hjólhýsi sem flýtur – loks til sölu
28 fermetra hjólhýsi: Lítið en líka stórt
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein