1974 Ford Bronco í Porsche Cream-lit
Ekki láta hið klassíska ytra byrði blekkja þig, það er 5,0 lítra Coyote V8 falinn undir húddinu.
Velocity Modern Classics-fyrirtækið hefur opinberað nýjustu Ford Bronco endurgerð sína frá 1974, gerður í takmörkuðu upplagi í Porsche Cream-lit.
Til viðbótar við augljósan ytri frágang er hann búinn Gen III 5,0 lítra Coyote V8 vél, sem við þekkjum m.a. úr Ford Mustang, 10 gíra sjálfskiptingu og afkastamiklum útblæstri.
Það er líka nútímatækni til staðar eins og Apple CarPlay/Android Auto og bakkmyndavél í dularbúningi til að auka notagildið en halda samt hinu klassíska útliti.
Eða eins og CarThrottle-vefurinn segir: „A Match Made In Heaven“
Innréttingunni hefur verið haldið tiltölulega einfaldri með tvöföldum demantssaumuðum sætum í valhnetulit, færslubúnaði fyrir ökumannssæti og aftursætum sem er hægt að fella niður og velta.
Það er líka til sex punkta dufthúðað veltibúr með Safari toppi sem er í samsvarandi lit, sem mun halda öllum öruggum ef torfæruakstur verður aðeins of öfgafullur.
Verðið er um 290.400 dollarar (um 39.6 millj ISK) og er það líklegast ekki ódýrasta leiðin til að fá endurgerðan Bronco í toppformi en hluti af kostnaðinum er þægindi.
Ferlið er meira eins og að panta nýjan bíl og „endurreisnarlínan“ er sett upp til að taka 14 vikur frá upphafi til enda til að klára smíði. Þetta er verulega minna en að reyna að framkvæma verkefni eins og þetta heima eða útvista hlutum á ýmis verkstæði.
Velocity-fyrirtækið á líka margs konar farartæki, ef þú getur ekki ákveðið hvernig bíl þú vilt láta gera upp.
Vegna vinsælda nýja Bronco hefur áhuginn á endursmíðuðum gömlum Broncoum aukist til muna með fleiri fyrirtækjum eins og Velocity sem bjóða nú upp á nútímalegar endurbætur á klassískum 4×4.
Velocity smíðar einnig Ford F250 ásamt sérsniðnum bílum, endurgerir ökutæki eins og þau komu úr verksmiðju eða bætir við uppfærðum vélum og einstökum smáatriðum.
(frétt á vef CarThrottle)
Umræður um þessa grein