Vinsælustu ökutækin á árinu eftir fjölda nýskráninga á vef samgöngustofu.
Hér skoðum við eftir undirtegundum til að sjá hvaða gerð innan tegundarinnar er að skora hæst.
Þetta er Tesla Model 3 sem hefur fengið mjög athyglisverðar uppfærslur. Góður bíll sem verður enn betri.
Þetta eru tólf undirgerðir sem mest hafa verið nýskráðar í ár.
- Tesla Model Y með 3.261 bíla á árinu.
- Dacia Duster með 1.024 bíla á árinu.
- Toyota BZ4X með 662 bíla á árinu.
- Toyota RAV4 með 618 bíla á árinu.
- Toyota Land Cruiser með 520 bíla á árinu.
- Toyota Yaris með 490 bíla á árinu.
- Nissan Leaf með 483 bíla á árinu.
- Renault Trafic með 399 bíla á árinu.
- Mitsubishi Eclipse Cross með 368 bíla á árinu.
- Kia Niro með 321 bíl á árinu.
- Polestar 2 með 305 bíla á árinu.
- Kia Stonic með 290 bíla á árinu.
Hér er ekki skoðað hvort umræddar bifreiðar séu til einkanota eða bílaleigubílar. Það má hins vegar leiða getur að því að til dæmis Renault Trafic sé ekki að seljast sem einkabíll að miklu leyti.
Renault Trafic hefur verið vinsæll í sínum flokki um árabil enda frábær bíll.
Tesla hefur náð ótrúlegum árangri á árinu með Tesla Model Y og má segja að þeir séu stóru sigurvegararnir í ár. Ungt bílafyrirtæki með eina öflugustu tæknina á markaðnum tekur aðra framleiðendur bókstaflega í bakaríið.
Ef við skoðum orkugjafa í nýskráningum lítur sú tafla svona út.
- Rafmagn 10.731 bílar á árinu.
- Dísel 5.646 bílar á árinu.
- Bensín 4.051 bílar á árinu.
- Bensín/rafmagn 2.702 bílar á árinu.
- Bensín/rafmagn/tengill 2.276 bílar á árinu.
Þessi er reyndar vélarlaus en hann er samt með rafmótor.
Það kemur ef til vill spánskt fyrir sjónir að nýskráðir vélarlausir bílar skv. upplýsingum frá Samgöngustofu eru 1.289.
Umræður um þessa grein