Þessir bílar sukku með Felicity Ace
Loks er farmskrá bílaflutningaskipsins Felicity Ace aðgengileg. Þegar rýnt er í hana má sjá að það voru þónokkrir eldri bílar um borð og ótrúlegt en satt; aðeins tveir japanskir! Annar þeirra var árgerð 1996 af hinum fágæta JDM Honda Prelude SiR.
Gary nokkur Hawkins er einn þeirra sem átti bíl um borð í Felicity Ace, skipinu sem eldur logaði heila viku í uns það sökk. Hawkins hafði keypt Honda Prelude SiR án þess að skoða bílinn en hann ætlaði að gera þennan fágæta bíl upp. Bílllinn var sá sextugasti og fimmti af 500 eintökum sem framleidd voru af þessari gerð, eftir því sem undirrituð kemst næst.
Karlgreyið, Hawkins, skrifaði færslu í Honda grúppu á Facebook fyrir mánuði síðan og þar kemur fram að hann hafi lagt töluverða fjármuni í þennan bíl sem hann hafði lengi dreymt um að eignast. Því miður virðist hann ekki eiga von á krónu í bætur og féð því glatað.
Hinn japanski bíllinn sem var um borð samkvæmt farmskrá var af gerðinni Nissan Versa Note árgerð 2018.
Það eru fleiri farartæki sem hvíla nú á 3000 metra dýpi ásamt þessum tveimur japönsku bílum. Við höfum gert þeim helstu skil í grein sem lesa má hér en af öðrum sem undirritaðri þykja áhugaverð eru eftirfarandi.
Land Rover Santana árgerð 1977 sem sennilega var elstur bílanna um borð.
Kia Soul 2014
Man TGM trukkur
BMW 750i 2007
Tólf stykki af Fendt dráttarvélum
Mini Countryman 2019
Hér er farmskráin en það er dálítið erfitt að átta sig á henni þó svo að allt komi þetta nú fram þar. Þess vegna birti ég hér lista sem er einfaldari en Top Gear í Hollandi birti hann og byggði á farmskránni.
Viltu lesa meira um Felicity Ace?
Skipið sokkið með hátt í 4000 bíla um borð
Framleiða bíla í stað þeirra sem sukku
VW stendur frammi fyrir milljónatjóni
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein