Þessi er alveg upprunalegur
BMW 2002 tii árgerð 1974 er merkilegur bíll fyrir margra hluta sakir. Þessi gerð bíla var sú fyrsta búin túrbínu sem framleiðslubíll í Evrópu. Sá bíll var kynntur á Frankfurt Motor show árið 1973.
2002 tii (touring international injection) var búinn vél úr 2000 bíl BMW sem var þá lúxusútgáfa BMW. Vélin var 2 lítra og vísar í gerðarnúmer bílsins, með beinni innspýtingu og gaf um 128 hestöfl. 2002 bíllinn var því þokkalega sprækur á þess tíma mælikvarða og náði um 185 kílómetra hámarkshraða.
Það var Kristinn Guðnason, bílaumboð sem seldi Bimmana á þessum árum. Síðast var umboðið á Suðurlandsbraut 20 en hann seldi líka Renault bifreiðar.
Hvað stendur BMW fyrir?
En það er kannski fróðlegt úr því að við erum að tala um BMW í þessum greinarstúfi að velta fyrir okkur fyrir vað BMW skammstöfunin stendur. Bayerische Motoren Werke er nafn framleiðanda bílanna og var um skeið þriðji stærsti bílaframleiðandi í Þýskalandi. Þeir voru þekktir fyrir að framleiða gæðabíla og þeir þóttu einnig einfaldir í allri sinni gerð.
Það þótti því frekar auðvelt að stela slíkum bíl. Þó svo að hryðjuverkasamtökin Baader Meinhof hafi líklega stolið jafnmörgum Mercedes og BMW, festist skammstöfunin við bílinn – allavega í skamman tíma. Baader Meinhof Wagen.
Það var síðan árið 1975 sem BMW hættir framleiðslu á 2002 bílunum og kemur þá 300 línan í staðinn.
Toppeintak
Myndirnar af bílnum í greininni eru af 1974 árgerð af BMW 2002 tii. Þessi bíll hefur ekki verið gerður upp er því alveg upprunalegur fyrir utan hefðbundið viðhald.
Bíllinn stóð inni í þurru rými til margra ára er sagt í sölulýsingunni.
Lítið ekinn
Það eina sem hefur verið gert er að hemlakerfið hefur verið tekið í gegn, nýr vatnskassi, nýr rafgeymir, nýtt pústkerfi og Kugelfisher eldsneytiskerfið hefur verið yfirfarið. Ný dekk, ný öryggisbelti og skipt um alla vökva í bílnum.
Staða á kílómetramæli er um 49 þús. kílómetrar. Bíllinn er alveg óryðgaður og lítið sér á lakki. Hér má skoða bílinn ef áhugi er á kaupum. Verðið er ásett um 45 þús. evrur (6,4 milljónir íslenskra króna).
Byggt á sölulýsingu og Wikipedia. Myndir: Superclassics.eu
Umræður um þessa grein