Þegar stórir bílar frá Fiat voru aðalmálið á Íslandi
Flestir sem fylgjast með bílamarkaði í dag vita að Fiat á Ítalíu er í dag hluti af Stellantis samsteypunni eftir að Stellantis N.V. var stofnað á þessu ári. Stellantis er hollenskt fjölþjóðlegt bifreiðaframleiðslufyrirtæki sem byggir á samruna milli Fiat Chrysler Automobiles á Ítalíu og frönsku PSA samsteypunnar.
Sameining Fiat og Chrysler átti hins vegar rætur sínar að rekja til ársins 2009 eftir að Chrysler fór fram á endurskipulagningu vegna gjaldþrotaskipta 11. apríl 2009.
Í framhaldinu fór Chrysler í gjaldþrotameðferð sem endaði síðan með því að Fiat S.p.A. og Chrysler Group LLC sameinuðust í FCA 12. október 2014 í kjölfar samþykkis stjórnar 15. júní 2014 og hluthafa 1. ágúst 2014.
Í dag er ÍSBAND í Mosfellsbænum umboðsaðili Fiat á Ísland, en saga Fiat hér á landi nær yfir marga áratugi og það má segja að fyrsta blómaskeið Fiat á Íslandi hafi verið á árunum eftir 1920.
Góðir farþegabílar
Þegar við erum að skoða „bílasöguna“ í upphafi bílaaldar hér á landi kemur nafn Fiat fljótlega upp, og þá einkum sem margra sæta leigubílar sem þóttu henta mjög vel til farþegaflutninga, einkum í lengri ferðum út frá Reykjavík.
Kristján tíundi, konungur Íslands og Danmerkur ráðgerði að koma í heimsókn hingað árið 1920, en af þeirrri ferð varð ekki, en hann kom hins vegar til landsins árið eftir og þá var farin mikil hópferð á bílum til Þingvalla og víðar.
En árið áður hafði Gullfoss farið eina ferð til Bandaríkjanna og kom fram í blöðum þess tíma að hann hafi komið með marga bíla í þeirri för, sem hugsanlega voru keyptir vegna fyrirhugaðrar konungskomu.
En af ferð konungs er það að segja að um 30 bílar hafi verið notaðir fyrir konunginn og föruneyti til Þingvalla, en í raun hafi bílalestin verið miklu lengri.
Þegar Fiat var „konungsbíllinn“
Næsta blómaskeið Fiat á Íslandi
Eftir þetta „blómaskeið“ Fiat á Íslandi var frekar hljótt um Fiat á markaði hér á landi. Egill Vilhjálmsson var með Fiat-umboði á árunum fyrir heimstyrjöldina, en síðar tók Orka hf við umboðinu þar til að Davíð Sigurðsson fór að flytja inn Fiat-bíla á árinu 1966.
Innflutningur á bílum frá Fiat náði toppi þegar Fiat Uno var kynntur til sögunnar 1983 og sá bíl seldist vel um árabil, eitt árið komu meira en eitt þúsund UNO til landsins.
En aftur dró ský fyrir sólu og sala á Fiat minnkaði mikið og um skeið varð nánast enginn innflutningur á Fiat til landsins.
ÍSBAND og Fiat
Það var síðan í byrjun árs 2016 að Fiat Chrysler í Evrópu og Bandaríkjunum valdi ÍSBAND til að vera dreifingaraðila sinn á Íslandi . Í byrjun árs 2017 opnaði ÍSBAND nýjan og endurbættan sýningarsal í Þverholti í Mosfellsbæ, þar sem fyrirtækið er enn til húsa.
Íslensk-Bandaríska ehf eða ÍSBAND eins og fyrirtækið er daglega kallað var stofnað 1998 af Októ Þorgrímssyni utan um innflutning á notuðum bílum frá Bandaríkjunum.
Fljótlega þróaðst reksturinn í að flytja einnig inn nýja bíla og ferðavagna. Í framhaldinu var fyrirtækið öflugt í innflutningi á bílum frá Jeep, Ram og Dodge
Umræður um þessa grein