Það var árið 1995 sem Citroën DS var í „aðalhlutverki“ í íslenskri kvikmynd. Aðdáendur Citroën í fjölmörgum löndum hafa hrósað þeim Friðriki Þór Friðrikssyni og Jim Stark fyrir að heiðra þennan glæsilega bíl.
Í janúar árið 1995 tók Brimborg við Citroën-umboðinu af Glóbus hf. Þann 10. febrúar sama ár var kvikmyndin Á köldum klaka frumsýnd og þá birtist þessi heilsíðuauglýsing í blöðunum:
Japanskur poppari á frönskum fornbíl
Kvikmyndin Á köldum klaka (Cold Fever) fjallar um mann sem ferðast um Ísland til að halda minningarathöfn um foreldra sína sem létust á ferðalagi um landið.
Japanskur poppari að nafni Masatoshi Nagase leikur son hjónanna. Popparinn sá er voðalega frægur og mikill leikari en hann varð enn frægari eftir þessa mynd út af ökutækinu sem hann ók: Citroën DS frá 1967 (árgerðina er ég ekki alveg 100% viss um).
Gagnrýnandinn Alex Stockman gaf myndinni toppeinkunn í belgíska vikublaðinu Humo árið 1996. Hann skrifaði meðal annars að það væri „útilokað að mynd, sem vegsamar stórkostlegasta bíl allra bíla, Citroën DS, með þessum hætti, geti verið vond mynd“.
Hér er örlítið sýnishorn:
Fleira bíótengt:
Mestu bílaslátranir kvikmyndasögunnar
Besta flugvallarskutl kvikmyndanna?
Besta bílaatriði íslenskrar kvikmyndasögu
Citroën DS sem var „skilinn eftir“ í sandinum á Snæfellsnesi
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein