Hann var upphaflega smíðaður fyrir bændur sem m.a. þurftu að komast á sveitamarkaðinn með vörur. „Þeir þurftu helst að geta ekið nokkuð greitt yfir óplægðan akur án þess að eitt einasta egg brotnaði í körfunni.“
„Það er fjöðrunarbúnaðurinn sem er hreint út sagt ótrúlegur,“ segir strákurinn í myndbandinu sem staðhæfir að þetta sé þægilegasti bíll sem hann hefur um dagana ekið.
Hann er nokkuð sannfærandi þegar ökumaður ekur á góðri ferð yfir hraðahindranir, tekur hreyfingar bílsins upp á GoPro-vél og sýnir svo hægt.
Þannig má gera sér nokkuð góða hugmynd um af hverju bíllinn ætti að vera þægilegri en margur annar. Já, og af hverju stráksa gekk ekkert að velta bílnum – þrátt fyrir tilraunir.
Þetta furðufyrirbæri á hjólunum fjórum virðist bara dúa notalega sama hvað á gengur.
2CV og TFLclassics, gjörið svo vel:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein