Laugardagur, 17. maí, 2025 @ 17:40
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Það var erfitt að fara í hjólför Bjöllunnar

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
18/07/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
278 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Leiðin var löng og ströng sem leiddi til VW Rabbit.

Langlífi Volkswagen Bjöllunar var eitt af því sem gerði hana merkilega en VW ætlaði ekki að framleiða bílinn eins lengi og raunin varð. En á sjötta áratugnum var farið að huga að arftakanum sem var aldrei framleiddur. Volkwagen of America rifjaði nýlega upp suma af þessum tilrauna- eða hugmyndabílum sem enduðu allir í öngstræti og það er heillandi að líta á Fólksvagna sem hefðu getað orðið til.

Tillaga að arftaka Bjöllunnar á miðjum sjötta áratugnum.

Strax um miðjan sjötta áratuginn var VW að hanna arftaka Bjöllunnar sem var þá orðin meira en 10 ára gömul. Hugmyndabíllinn, EA47-12, var teiknaður í algjörum samtímastíl, þó hann væri ekki hlaðinn nærri eins miklu krómi og bílar samtímans hannaðir í Detroit.

Bíllinn var teiknaður af Ítalska hönnunarfyrirtækinu Ghia, sem skýrir hversu líkur hann var Karmann Ghia sports coupe.

VW Mini fyrir tíð Mini.

Volkswagen var að fikra sig áfram með jafnvel minni borgarbíl sem átti að vera minni en Bjallan einnig um miðjan sjötta áratuginn. Hugmyndabíllinn, EA48, var gjörólíkur Bjöllunni, framhjóladrifinn, 0,7 lítra tveggja strokka loftkæld vélin sem staðsett var að framan framleiddi 18 hestöfl. BMC Mini, sem var í svipaðri stærð og með svipaða uppbyggingu fór í framleiðslu fáeinum árum síðar.

Gríðarlegar vinsældir þess bíls undirstrikuðu hversu góð hugmyndin var.

Andvana fæddur arftaki Bjöllunnar 1960.

Volkwagen Bjallan varð að menningartákni og náði mestum árangri í sölu á sjöunda áratugnum. En í upphafi áratugarins var bíllinn sem átti að koma í staðinn fyrir Bjölluna sagður hafa verið sleginn af á elleftu stundu.

Eftir að undirbúningur framleiðslunnar var hafinn og 200 frumgerðir smíðaðar. Samkvæmt VW óttuðust þeir að grunnhugmynd frumgerðarinnar, EA97, sem var með 1,1 lítra vél, væri of lík Type 3 og það er reyndar mikill svipur með Type 3 stallbaknum.

VW Type 3 blæjubíll.

Tveggja dyra og skutbílaútgáfur Volkswagen Type 3 komu á markað 1961. Hætt var við að framleiða Type 3 blæjubílinn af ótta við að hann tæki sölu frá Karmann Ghia blæjubílnum.

Ferdinand Piëch spreytir sig.

Löngu áður en hann varð stórmennsku brjálæðislegur stjórnarformaður Volkswagen Group 1993, var afabarn Ferdinand Porsche, Ferdinand Piëch verkfræðingur sem vann hjá Porsche.

Þar leiddi hann hópinn sem aðstoðaði við þróun EA266. Þessi hlaðbakur var óvenjulegur að uppbyggingu.

Vélin var undir aftursætinu og gírkassinn þar fyrir aftan sem dreif áfram afturhjólin. 1.6 lítra, 4 strokka vélin var vökvakæld.

VW Rabbit hefði getað orðið mjög frábrugðinn og mikið undarlegri bíll ef Piëch hefði verið hærra settur seint á sjöunda áratugnum.

Ekki alveg VW Rabbit.

Volkswagen var að nálgast niðurstöðuna sem varð bíllinn VW Rabbit sem kom að lokum í staðinn fyrir Bjölluna með hugmyndabílnum EA276 árið 1969 en það náðist ekki alveg.

Þessi hlaðbakur var framhjóladrifinn og með vélina að framan en hún var loftkæld 4 strokka en ekki sú vökvakælda sem endaði að lokum undir vélarhlífinni.

Hönnunin var líka ansi ólík einföldu en jafnframt snilldar formi sem Giorgetto Giugiaro teiknaði.

Að fá verktaka í málið gæti hafa verið besta ákvörðun sem VW gerði.

Niðurstöðuna eftir þetta langa ferðalag VW má sjá í sjónvarpsauglýsingunni fyrir neðan.

Fyrri grein

Nýi Mercedes SL 2021 verður með hátækniinnréttingu

Næsta grein

Rafbíllinn Peugeot e-208 sigurvegari

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Höf: Jóhannes Reykdal
15/05/2025
0

Stellantis staðfestir framleiðslu á Fiat 500 tvinnbíl, byggðum á rafbílnum, í ítalskri verksmiðju Stellantis stefnir að því að hefja framleiðslu...

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Næsta grein
Rafbíllinn Peugeot e-208 sigurvegari

Rafbíllinn Peugeot e-208 sigurvegari

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025
Bílasýningar

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.