Það er allt í pati bæði í Istanbúl í Tyrklandi og Aþenu í Grikklandi vegna óheyrilegrar ofankomu. 5000 bílar sátu fastir víðsvegar um Istanbúl í vikunni og í sumum tilvikum ekkert hægt að gera annað en að kveðja bílinn og halda áfram fótgangandi.


Fyrirsagnir sem líkja borgunum við helvíti vísa nú til snjókomunnar en ekki hitans sem reyndir og víðförlir menn segja alla jafna einkenna helvíti.

Meðalhiti í Aþenu í janúar er á bilinu 13-16°C að því er Google segir. Meðalhiti í Istanbúl á þessum árstíma er um 6-8°C og því er fólki á svæðinu að vonum brugðið.

Ganga sumir svo langt að segja að þetta séu endalokin; dómsdagur sé runninn upp. Þá væntanlega staðbundinn dómsdagur…
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein