Í desember stendur Tesla fyrir röð viðburða í tilefni hátíðanna, þar sem áherslan verður á sjálfbærni og vélmennafræði. Einnig er í boði úrval aukabúnaðar sem þú getur gefið þeim sem þú elskar.
Á Íslandi er öllum boðið að upplifa hátíðarstemmninguna með Tesla á viðburði sem fer fram 14. desember í Vatnagörðum. Gestum verður boðið upp á heita drykki, afþreyingu í anda hátíðanna og jólagjafir fyrir heppna viðburðagesti.
Frekari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna hér: https://www.tesla.com/is_is/electric-holiday (takmarkað pláss í boði, mælt er með skráningu)
Finndu Bot og fáðu verðlaun
Tesla Bot vélmennið Optimus er að koma til Evrópu fyrir hátíðarnar. Smækkuð útgáfa af þessu tvífætta vélmenni er falið í tugum Tesla verslana, á Supercharger hleðslustöðvum og í Model S, Model 3, Model X og Model Y reynsluakstursbílum. Ef þú finnur eitt slíkt skaltu skanna QR kóðann á því til að taka þátt í leiknum og eiga möguleika á að vinna Tesla helgi.
Það er samt alger óþarfi að fara af límingunum þótt þú finnir litla Optimus ekki. Ef þig langar í einn slíkan er nú hægt að panta Tesla Bot fígúruna í Tesla versluninni. Þessi safngripur er hannaður í nákvæmum í hlutföllum: 1:10 miðað við fyrirmyndina, og er samsettur úr meira en 40 mismunandi hlutum og með 20 tengipunkta. Hleðslustandur og CyberHammer fylgja með. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og panta í Tesla versluninni.
Mikið gjafaúrval er í boði í Tesla versluninni
Tesla hefur sett saman fjölbreytt úrval gjafa í netversluninni sinni, sem þú getur nýtt til að gleðja vini og vandamenn um hátíðarnar. Hægt er að panta fjölbreyttar vörur, allt frá aukabúnaði fyrir bíla til lífsstílsvara og fatnaðar. Þú kemur til með að finna eitthvað fyrir alla, hvort sem fólkið þitt á nú þegar Tesla bíl eða er einfaldlega fylgjandi markmiðum vörumerkisins. Með nýjustu útfærslum Model S og Model X er öll Tesla línan nú fáanleg sem leikfangabílar, þar á meðal Model Y, næsta kynslóð Roadster og Semi. Einnig er boðið upp á leikfangabíl fyrir aðdáendur Cybertruck, sem og sérstakan fatnað og lífsstílsvörur, til dæmis glænýjar derhúfur.
Hátíðargjafaúrval Tesla er nú í boði hér: https://www.tesla.com/is_is/electric-holiday
Ef fjölskyldan hefur aftur á móti verið sérstaklega góð þetta árið er alveg hugmynd að kíkja á hvaða Tesla bílar eru til á lager til að gera gjöfina aðeins veglegri. Finndu draumaútfærslu fjölskyldunnar og fáðu bílinn afhentan fyrir lok ársins. Fram að þeim tíma fylgir öllum pöntunum á Model Y eins árs ókeypis aðgangur að Supercharger hraðhleðslustöðvum. Hægt er að panta Model Y hér.
Umræður um þessa grein