Í vegferð okkar í átt að því markmiði að flýta fyrir umskiptum heimsins yfir í sjálfbæra orku, er lykiláhersla okkar árið 2024 að tryggja að Tesla verði aðgengilegri fyrir fleiri.
Við stefnum að því markmiði með því að endurhugsa hönnunar- og framleiðsluferla, sem gerir okkar starfsemi skilvirknari og hagkvæmari. Með því að skila þessum ávinningi í hagkvæmni til viðskiptavina okkar getum við gert bestu vöruna enn aðgengilegri.
Grunnverð Model Y er nú 6.869.900 kr eða 5.969.900 kr með nýtingu styrks frá Orkusjóði.
Árið 2023 jókst fjöldi afhendinga okkar ökutækja um 38% milli ára í 1,81 milljón á meðan framleiðslan jókst um 35% milli ára í 1,85 milljónir. Í Evrópu sögðu hundruð þúsunda bílaeigenda skilið við jarðefnaeldsneyti og völdu Tesla í staðinn.
Model Y endaði sem mest seldi bíllinn í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss. Tesla var mest seldi rafbíllinn í nokkrum löndum, þar á meðal Austurríki, Króatíu, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portúgal, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð og Sviss.
Að auki er vert að nefna að Model Y sló met frá 1986 yfir mest selda bílinn á einu ári í Danmörku og á Íslandi endaði Tesla 33 ára sigurgöngu og varð mest selda bílamerkið á Íslandi árið 2023
Þó að staðfesting þriðja aðila sé enn beðið, teljum við líklegt að Model Y sé mest seldi bíllinn í Evrópu árið 2023. Þessi sögulegi áfangi staðfestir sérstöðu hans, að veita viðskiptavinum okkar heildstæða upplifun.
Model Y kemur til móts við þarfir neytenda sem eru að leita að langvarandi, þægilegum, skilvirkum, öruggum og skemmtilegum farartækjum.
Viðskiptavinir okkar hafa í senn aðgang að 14.000+ hraðhleðslustöðvum Tesla í Evrópu sem og nýstárlegu og skilvirku þjónustuneti.
Umræður um þessa grein