Tesla með vinninginn
Nýskráningar á rafbílum fleiri en annara orkugjafa það sem af er árinu 2020.
Á árinu hafa 897 rafknúnir bílar verið skráðir, 1032 dísel knúnar bifeiðar og 822 bensínknúnar bifreiðar. Nýskráðir tengitvinnbílar það sem af er ári eru 508 og tvinnbílar 309 talsins.
Dísel, tvinn og tengitvinn eru samtals 53 bílar skráðir en aðeins 15 metanbílar.
Tegundin Tesla er með langflestar nýskráningar eða 420 bifreiðar. Skýringin á þessum mikla fjölda nýskráninga á Tesla er sú að kaupendur hafa verið að bíða eftir afhendingu bifreiðanna í talsverðan tíma.
Sala á Tesla hefur verið talsvert meiri en framleiðslugetan en það hefur ekki sett strik í reikning kaupenda bílanna. Þeir einfaldlega bíða í röð eftir afhendingu.
Næst á eftir í nýskráningum kemur Toyota með 404 bíla skráða og í þriðja sæti er Volkswagen með 262 bíla.
Heimildir: Samgöngustofa.
Umræður um þessa grein