Tesla tilkynnir hér með að Cybertruck verður til sýnis á völdum stöðum í Evrópu á næstu vikum, og er hér um að ræða Cyber Odyssey ferðalagið.
Frá 4. maí til 7. júlí verður Cybertruck sýndur á 100 stöðum í 20 löndum. Þá gefst almenningi tækifæri til að kynnast bíl sem vakið hefur athygli um allan heim og fræðst nánar um einstaka tæknieiginleika og nýstárlegar hönnunar hans. Á Íslandi verður Cybertruck frumsýndur í Tesla, Vatnagörðum 24 frá 28. júní til 30. júní.
Upplýsingar um viðkomustaði Cyber Oddyssey ferðalagsins eru aðgengilegar hér.
Meira notagildi en pallbíll, kraftmeiri en sportbíll, fagurfræði sæberpönksins
Óvenjuleg og framúrstefnuleg hönnun Cybertruck sækir innblástur í fagurfræði sæberpönksins, sem þekkt er úr myndum á borð við Blade Runner og The Spy Who Loved Me. Ytra byrðið er úr ryðfríu 30X kaldvölsuðu Ultra-Hard stáli. Stálið ver bílinn gegn dældum og rispum, auk þess sem þetta sérsmíðaða efni úr ryðfríu stáli ver gegn tæringu til lengri tíma og veitir vernd umfram það sem gengur og gerist.
Cyberbeast-útfærsla Cybertruck fer úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 2,7 sekúndum og heldur góðum stöðugleika á miklum hraða. Cybertruck er búinn sjálfvirkri loftfjöðrun sem skilar leiðréttingum innan millisekúndna sem veitir bestu mögulegu akstursupplifun. Rafrænn stýrisbúnaður og afturhjólastýring Cyberbeast tryggja aksturseiginleika sportbíls og betri meðhöndlun en flestir sedan fólksbílar.
Í farangursrýminu eru tvær 120 V rafmagnsinnstungur og ein 240 V innstunga, sem eru alltaf til reiðu. Powershare-tækni Tesla býður nú í fyrsta skipti upp á tvívirkan orkuflutning til að hægt sé að hlaða tæki, aðra rafbíla og jafnvel knýja heimili í gegnum hleðslutengið.
Afhendingar eru hafnar í Norður-Ameríku
Cybertruck er framleiddur í Giga verksmiðju Tesla í Austin Texas. Afhendingar til viðskiptavina hófust snemma í desember 2023. Aukin framleiðslugeta mun taka tíma en á meðan leggur Tesla áherslu á Norður-Ameríku, helsta markaðinn fyrir pallbíla. Cybertruck er sem stendur ekki í boði í Evrópu og Tesla hefur ekki tilkynnt nánar um hvenær afhendingar hefjast utan Norður-Ameríku.
Frekari upplýsingar um Cybertruck: tesla.com/is_is/cybertruck
Á öllum viðkomustöðum Cyber Odyssey gefst fólki kostur á að kaupa Cybertruck varning. Einnig er sérstök netverslun aðgengileg hér.
Umræður um þessa grein