Tata neitar því að verið sé að selja Jaguar Land Rover til PSA
Það er ekki verið að selja Jaguar Land Rover til PSA-samsteypunnar að sögn eiganda JLR , Tata Motors og þessu var einnig hafnað af hálfu PSA, en því gagnstæða hafði verið haldið fram af hálfu breskrar fréttastofu.
PSA er ekki í þörf fyrir neina „kaup og getur staðið eitt og sér“, sagði franski bílaframleiðandinn í yfirlýsingu á fimmtudaginn 9. maí. „Við erum að búa til sjóðstreymi sem þarf til að greiða fyrir framtíð okkar. Ef tækifæri kemur, eins og Opel-Vauxhall, munum við íhuga það“.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5d828ef4ea2e5921a11de381_5cd556046e2178fb0377a261_6000.jpeg)
Tata Motors sagði: „Við höfum þá stefnu að fjalla ekki um vangaveltur fjölmiðla. En við getum staðfest að það er engin sannleikur í þessum sögusögnum“.
Fréttastofan enska Press Association sagði að PSA og Tata Motors séu að kanna upplýsingar um skjal um kostnaðarsparnað vegna samvinnu „samruna að lokinni sölu“ sem lýsir ákveðnum sviðum. Samningaviðræður eru í fullum gangi samkvæmt óþekktum einstaklingi hjá JLR, sagði PA.
PA sagði að upplýsingalekinn um að sala gæti verið yfirvofandi, með vitneskju um samþættingarskjalið, sem lýsir ávinningi tveggja fyrirtækja sem taka þátt í viðræðunum.
Carlos Tavares, forstjóri PSA, er sagður vera að leita að samningi sem mun auka fótspor bílaframleiðandans utan Evrópu, að því er Bloomberg skýrði frá í mars og vitnaði til þess að fólk þekki málið. Fiat Chrysler er aðlaðandi fyrir PSA vegna markaðar í Bandaríkjunum og aðalvörumerki sitt Jeep, en Tavares sér einnig General Motors sem góða viðbót og eins Jaguar Land Rover sem möguleika, að sögn þeirar sem þykjast vita um málið.
PSA keypti Opel / Vauxhall frá General Motors árið 2017 og hefur síðan endurheimt hagnað innan fyrirtækisins eftir margra ára tap undir stjórn GM.
Spákaupmennska hefur farið vaxandi varðandi framtíð JLR undir Tata Motors, sem keypti bílaframleiðandann frá Ford Motor árið 2008.
Jaguar Land Rover hefur þurft að horfa upp á mikla minnkun á sölu í Kína, þar á sinn hlut minnkandi áhugi á hefðbundnum bensín- og dísilvélum og vegna sterkras sögulegra tengsla við Bretlandi, þar sem áhyggjuefni um truflandi Brexit hefur slegið á eftirspurn og hvatt sum vörumerki til að færa framleiðslu sína.
Jaguar Land Rover þarf að sækja 1 milljarð Bandaríkjadala innan 14 mánaða til að mæta gjalddaga skuldabréfa, til að mæta fjárfestingaráætlun varðandi rafknúin ökutæki sem brennir peningum þessa dagana.
Tata tilkynnti um 4 milljarða tap á þriðja ársfjórðungi og varaði við því að JLR myndi sveiflast í rekstrartap á öllu árinu fram til mars.
Byggt á frétt Automotive News, Reuters og Bloomberg
Mynd: The Guardian.
?
Umræður um þessa grein