Plasan Wilder er nafnið á torfærutrukki sem bæði má aka eins og venjulegu tryllitrölli og fjarstýra. Og jú, þetta fyrirbæri er líka sjálfkeyrandi. Meginhugmyndin er sú að þessi „fjarstýrði bíll“ verði notaður af bandaríska hernum í vettvangskannanir í stað hermanna.
Fjórhjóladrifinn bíllinn er knúinn af 2.8 lítra túrbódísilvél sem gefur um 160 hestöfl og kemst þetta fyrirbæri býsna hratt. Hámarkshraðinn er 120 km/klst.
Nú er komið að því skemmtilegasta (því miður sést það ekki í myndbandinu hér fyrir neðan) og það er að þessi litli „buggy“ er nógu smár og léttur (jú, 3.700 kíló er hann) til að komast fyrir í Boeing CH-47 og Chinook-þyrlu.
Verst að þetta skuli vera stríðstól en ekki leikfang.
Önnur tryllitæki sem gaman væri að prófa aðeins:
Er þetta mesti torfærubíll sem til er?
Sexhjóla raftrukkur í anda Transformers
Heimsins svakalegasti Hummer
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein