Nokkrum klukkustundum eftir að nýr Lexus LX með áberandi grilli var kynntur í gær, kom maður nokkur með pallbílshugmynd þar sem hið margumrædda grill er aðalatriðið.
Athugið að þetta hefur ekkert með Lexus að gera heldur er þetta smá sprell einstaklings sem er flinkur í tölvugrafík. Hann tók mynd af Toyota Tundra og Lexus LX og gerði einn bíl úr þeim tveimur með hjálp Photoshop. Útkomuna kallar hann Lexus TX og veltir upp þeirri spurningu hvort þetta væri ekki kjörinn pallbíll fyrir markaðinn í Texas!
Gaman að þessu! Eða hvað segja lesendur?
Umræður um þessa grein