Svona fór bifreiðaskoðun fram árið 1937
Prúðbúnir menn með skrifblokkir og penna á lofti, tjakkar og hin ýmsu verkfæri í notkun og allt utandyra! Já, þannig var þetta nú í fyrndinni. Hér á landi voru þúsundir ökutækja skoðaðar á litlu steyptu plani við Bifreiðaeftirlit Ríkisins í Borgartúni. Sama hvernig viðraði!
Reyndar voru menn ekki endilega í sínu fínasta pússi í versta veðrinu úti á planinu í Borgartúninu, heldur klæddust þeir oftast brúnum sloppum og báru gjarnan kaskeiti á höfði, eins og Jóhannes Reykdal lýsti svo skemmtilega í grein sem við birtum í sumar.
Í Noregi, nánar tiltekið í Osló, voru starfsmenn bifreiðaeftirlitsins vel til fara, eins og sjá má í þessu myndbandi sem unnið er upp úr efni frá 1937. Takið eftir hversu rólegir allir virðast og sömuleiðis hversu vel þeir eru til fara. Svo eru einhverjir með slaufu í stað slifsis og auðvitað er hatturinn á sínum stað þar sem það á við!
Umræður um þessa grein